Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 38
hvergi er okkur kunnugt um samfellda
langtíma áraröð, fyrr en komið er að
síðastliðnun ellefu árum, að Hörður
Guðmannsson í Skálabrekku tók að
sér að skrá kerfisbundið um ísalagnir
og ísabrot (1. tafla).
ísalausnir, öðru nafni ísabrot, ber
æðioft skyndilega að, og það svo, að
netalögnum undir ísi verður ekki
bjargað. Þetta gerist þó aðeins er
hvessir snögglega og ísinn er undir 20
cm að þykkt. Venjulegra er að ísa-
lausnir taki nokkurn tíma. ísinn er þó
orðinn varasamur gangandi manni
viku eða svo áður en hann leysist sund-
ur og vatnið skráð íslaust.
ísalagnir tefjast fram eftir vetri af
tveimur allólíkum orsökum. í fyrsta
lagi vegna hlýinda og í öðru lagi vegna
storma sem brjóta ísskænið upp sí og
æ. Utrennslið er áberandi kaldara þá
vetur sem ísinn brotnar upp hvað eftir
annað. Til dæmis er útrennslið úr vatn-
inu hjá Steingrímsstöð nálægt 0,2°C
undan ísnum þá vetur, móti 1,2°C eða
hærra er vatnið leggur án þess að ísinn
brotni upp.
Munnlegar heimildir ábúenda við
Þingvallavatn benda til að vatnið hafi
iðulega lagt í annarri viku janúarmán-
aðar. Hægt var að hefja netaveiði und-
ir ísnum um miðjan janúar. ísinn var
talinn standa við í þrjá mánuði. Sam-
kvæmt gömlum heimildum og athugun
síðari tíma (1. tafla) virðist því rétt að
telja meðal ísþekjutíma 3 mánuði,
venjulegar ísalagnir um 10. janúar og
ísabrot (ísalausnir) um 10. apríl.
VAKIR
í eiginlegri merkingu getur
Þingvallavatn orðið allagt ef hörku
skafrenningssnjóbyl gerir strax á eftir
froststillum. Við slíkar aðstæður
skefur í allar opnur og afætur. ís- og
snjóþekjan lokar öllu fullkomlega, en
það varir aðeins skamma stund. Vakir
koma skjótt með ströndum fram við
norðanvert vatnið. Ekki þarf að bíða
lengi þar til Nesjaeyjaropnan lætur á
sér kræla. Hún verður að því er virðist
600 m breið og getur svo haldist
óbreytt vikum saman. Strax utan
hennar er gjarnan 25-30 cm þykkur
ís.
Ef snjóar á þunnan ís og skefur síð-
an saman í dyngjur með auðum blett-
um á milli, verður alltaf varasamur ís
undir dyngjunum og það svo að ísinn
getur étist algjörlega burt. Dyngju-
blettirnir lagast ekki nema hláku geri
sem bleytir snjóinn fullkomlega og allt
nái síðan að frjósa saman á ný.
Vakir á Þingvallavatni eru aðallega
meðfram löndum ef frá er talin Nesja-
eyjaropnan (6. mynd). Á stöku
vetrum verður þó vart við vakir úti á
vatni norður og norðaustur af Sandey
eigi djúpt út af Arnarfelli. í áraraðir á
undan og á eftir ber ekki neitt á neinu.
BRESTIR
Þegar ísinn er snjólaus og orðinn 25
cm þykkur taka svonefndir brestir að
myndast með dunum og dynkjum (7.
mynd). ísinn er þá að rifna á milli
nesodda þvert yfir vatnið eða milli
Sandeyjar og lands. Mest kveður að
þessu þegar frost er hart eða hefur
verið hart og veðrabrigði eru í aðsigi,
stormur og asahláka, þá umturnast
brestirnir. ísbrúnir skarast, myljast
niður í smátt jakahröngl. Á stöku stað
þrýstast báðar skarabrúnir niður í
vatnið og mynda svokallaðan kjöl,
sem getur náð 1,5 m dýpt. Einnig eiga
skarabrúnir það til að ýtast upp í ris
eða sperru. Alhæstu sperrur hafa náð
244