Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 53
Sveinbjörn Björnsson: Loft, jörð, vatn og eldur INNGANGUR Sagt hefur verið, að sá munur sé á sagnfræði og náttúruvísindum, að í sagnfræði þyki rit þeim mun betri sem þau eru eldri, en í náttúruvísindum þyki aðeins hið nýjasta einhvers virði. í stórum dráttum er þetta rétt, en þó eiga náttúrufræðingar sér margar helg- ar bækur, sem þeir lesa eins og ritning- una og sjá sífellt í nýju ljósi. í þessu spjalli ætla ég að rifja upp valda kafla úr íslenskri náttúrusögu og túlka þá að nýju í ljósi jarðeðlisfræðilegra athug- ana, sem ég hef komið nærri á síðustu áratugum. Segja má, að til umræðu séu hinar fornu höfuðskepnur í náttúruspeki Grikkja, loft, jörð, vatn og eldur og dæmi um samspil þeirra, sem birtist í furðulegustu myndum. REIÐARÞRUMUR OG ELDGANGUR Mér sýnist við hæfi að byrja mess- una með lestri úr Relatio Þorsteins sýslumanns Magnússonar að Þykkva- bæjarklaustri í Álftaveri um Jökla- brunann fyrir austan 1625, en hann hljóðar svo (Þorsteinn Magnússon 1625); „Öllum frómum, guðhræddum mönnum, lærðum og leikum, hærri stéttar og lægri, þeim, sem þessa eft- irfylgjandi skrift sjá, lesa eða lesna heyra, óska ég, Þorsteinn Magnússon, af Guði föður, syni og heilögum anda, allrar náðar, lukku og velferðar, lífs og sálar vegna, nú og eilíflega fyrir utan enda. Amen. Ég vil yður öllum . . . í Jesú nafni kunnugt gjöra, það ljósast ég af veit sjálfur . . . um þá miklu, stóru og fá- heyrðu og hræðilegu lands fordjarfan, undur og ógnir, sem skeð hafa og áorðnar eru hér í austursveitum, . . . og komið hefir af þeim mikla eldgangi, vatnsflóði, jökulshlaupi, öskufalli, sandregni og grjótkasti, er komið hefir úr þeim jökli og fjallgarði, er liggur á bak við eða norðantil við austanverðan Mýrdal, í Skaftafellsþingi . . . . . . Árið 1625, 2. dag september- mánaðar um morguninn snemma, um fyrstu birtingu, fundust og heyrðust hér í Veri nokkrir smáir jarðskjálfta kippir, en engir stórir. Litlu síðar heyrðust dunur og gnýr svo mikill og þungur, að jörðin öll rigaði undir mönnum, því jökullinn, ásamt eldi og vatni, gerði þá hið fyrsta eftir skjálftann úr stað að hrærast og upp að springa. Um það leyti er úti voru mjaltir, fór vatnsflóð að koma í á þá, er fellur næst við staðinn og tún staðarins, svo hún gekk strax á bakka upp úr öllu hófi . . . . . . Síðan flæddi kringum allan stað- inn með jakaferð, fossum og boðaföll- um, svo ógn og undur var á að sjá . . . En skammt þar eftir, svo sem um mið- degi, þá lét Guð fyrir náð sína sama vatnsflóð þverra, svo strax um kvöldið var nærri vatnslaust kringum staðinn, utan hvað lágar lautir og gjár fullar eftir stóðu. En jafnframt þessu, strax á eftir, kom myrkur yfir allt að norðan með fjallbyggðinni, með stórum reiðar- Náttúrufræðingurinn 56(4), bls. 259-269, 1986 259
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.