Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1986, Blaðsíða 22
fannst í skurði rétt austan við botna Klukknagils. í sniðinu er garðurinn um 1—2 cm fyrir ofan Landnámslagið, en slitrur af því finnast víða í garðin- um. Þetta er eina sniðið þar sem öskulög finnast ofan á garðinum. H— 1693 og K—1721 koma þar fyrir sem slitróttar svartar rendur. Landnáms- lagið nær ekki út fyrir garðinn og vantar 1 m kafla neðan við. Snið við Kúaflóð (4. mynd nr. 5) Snið var mælt í skurði austan við þjóðveginn. Um 5 cm af jarðvegi eru frá Landnámslagi upp að garði. Pælan norðan við garðinn er 1,8 m, en 1,5 m sunnan við. í öllum sniðunum við Þrælagarð, að Syðririma undan- skildum, er ljóst öskulag fremur gróft, rétt ofan við HB. Lag þetta finnst ekki í Brattholti. Lagið er merkt HA í snið- unum og gæti verið ættað úr Heklu. Snið í rofabarð í Hrosshaga (8. mynd) Eins og getið var hér að framan, þá reyndist riminn í Hrosshaga, sem nefndur er Þrælagarður, ekki vera hlaðinn garður. Allt bendir til, að hann sé gamalt rofabarð. Öll öskulög, sem eru yngri en HB, virðast blásin í burt, en löngu seinna hefur jarðvegur aftur tekið að myndast ofan á rofa- barðinu, en í honum finnast engin öskulög. Jarðvegurinn ofan við HB er dæmigerður fokjarðvegur. Milli HB og H-4 eru þrjú allþykk, svört öskulög. Þau samsvara einhverjum af þeim 5 svörtu öskulögum, sem finnast milli HB og H-4 í Brattholtssniðinu. Tvö hin efri eru nú orðin að rauð- brúnni móhellu. Neðst í sniðinu er ljóst, mjög leirkennt öskulag með svarta miðju. Ályktanir um aldur Ljóst er, að Þrælagarður er mjög forn. Landnámslagið er frá 1 til 5 cm undir garðinum. Aldur Landnámslags- ins hefur ekki verið ákvarðaður með beinum mælingum heldur út frá af- stöðu þess til mannvistarleifa og gróð- urfarsbreytinga, sem raktar hafa verið til upphafs búsetu í landinu. Einnig er hægt að nálgast aldur þess með mæl- ingum á jarðvegsþykknun milli þekkt- ra sögulegra öskulaga og reikna frá neðsta þekkta öskulagi að Landnáms- laginu. Erfitt er að áætla jarðvegs- þykknun á þessum tíma, þar sem eng- in þekkt öskulög eru nálægt Land- námslaginu í Þrælagarðssniðunum. í Skálholtssniðinu finnst H—1104 aftur á móti og þar gætir áfoks lítið. Þar er jarðvegsþykknun frá H—1104 upp að H—1693 um 0,03 cm á ári. Með því að nota þessa tölu þá ætti Landnámslagið í Skálholti að vera um 202—203 árum eldra en H—1104, eða fallið um 901 — 902 e. Kr. Þetta er mjög nærri þeim aldri, sem menn hafa áætlað Land- námslaginu. Þess ber þó að geta, að þetta er vafalítið lágmarksaldur, því ætla má, að jarðvegsþykknun hafi ver- ið hægari fyrir 1104 en eftir. Ekki er víst, að betri niðurstöður fengjust, þótt reynt yrði að ákvarða aldur þess með geislakolsaðferðinni. Því veldur sú skekkja, sem henni fylgir, og ætla má að verði um 50 ár til eða frá. Með sömu aðferð má reikna út, fyrir sniðið í Gilbotnum, þann tíma sem liðið hefur frá því Landnámslagið féll þar til garðurinn var hlaðinn. Utan við garðinn eru 23-26 cm (meðaltal 24,5 cm) frá Landnámslaginu upp að H—1693, sem gefur jarðvegsþykknun upp á 0,03 cm á ári að meðaltali, eða sömu þykknun og í Skálholti. í sniðinu í Gilbotnum gætir áfoks mjög Iítið. Milli Landnámslagsins og garðsins eru um 1-2 cm og oftar nær 1 cm. Með jafnri jarðvegsþykknun þá ættu að hafa liðið um 32 ár (miðað við 1 cm) frá því landnámslagið féll og þar til 228
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.