Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 25

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 25
NÁTT Ú RUFRÆÐINGURIN N 19 halla Baldheiðar. Hún verður mjög glögg við austurrætur Hrút- l'ells og er þar á kafla mörkuð í fast berg. Og loks er hún skýrt mörkuð í allbratta mela, þar sem heita Þverbrekkur (ranglega nefndar „Múlar“ á Uppdr. ísl.). Eins og þegar hefur verið lýst, eru strandlínurnar á Kili yfirleitt heldur dauft markaðar og gela með því í skyn, að ekki hafi vatns- borð hins forna jökullóns haft langa viðdvöl við hverja þeirra. Þess er ekki heldur að vænta um lón, sem er haldið uppi af jökulstíflu, breytilegri eftir árlerði. Efsta strandlínan (630 m y. s.) er einna gleggst, og er freistandi að ætla, að lónið hafi haft afrennsli ylir einhvern bergþröskuld, meðan hún var í smíðum. Grunur hlýtur að falla á sjálf vatnaskil- in á Kili. Samkvæmt hæðarlínum landlagskortanna mætti ætla, að þessi vatnaskil lægju um Strýtur í Kjalhrauni (840 m y. s.) og væru lægst við austurjaðar þessarar hraundyngju, um 650 m y. s. Þetta er um 20 m of hátt, til að afrennsli jökullónsins liafi getað verið þar. En þá ber þess að gæta, að Kjalhraun rann ekki fyrr en eftir ísaldar- lok og vatnaskil þeirra tíma liggja nú grafin undir því. En raunar er hraunið ekki vatnshelt, fremur en önnur nútímahraun, og þess vegna liggja hin raunréttu vatnaskil á Kili enn eins og fyrir daga Kjalhrauns. Þau eru aðeins falin mi og verða ekki mæld með venju- legri landmælingu. En gizkað getum við á legu þeirra og hæð — og höfum þar við nokkuð að styðjast: Undan norðurjaðri Kjalhrauns sprettur upp mjög lítið vatn, aðeins smálindir, varla nema fáeinir sekúndulítrar, sem renna til lækjarins Þegjanda. IJm suðurjaðarinn er ólíku saman að jafna. Þar spretta upp Svartá og Tjarná, báðar nær eingöngu úr hraun- inu, en auk þeirra margar lindir í bakka Fúlukvíslar, og hlýtur það rennsli samanlagt að nema þó nokkrum rúmmetrum á sekúndu. — Með þessum samanburði er sýnt, að mjög óverulegur hluti af Kjal- hrauni liggur fyrir norðan hin eiginlegu vatnaskil, og það er aftur vísbending um, að þau liggi ekki miklu hærra en lægsta tota norð- urjaðarins, sú sem bílaslóðin sveigir fyrir um 3 km austur frá Hveravöllum og 2 km norðvestur frá Rjúpnafelli. Hæð þess staðar er (samkv. kortum) um (ilO m y. s. Höfum við þá komizt að raun um, að hið forna vnrp (þ. e.' lægsti staður vatnaskila, austfirzka) á Kili liggur lægra en 650 og hærra en 610 m y. s. Eru þá líkumar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.