Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 10
104
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
3. mynd. Tungnárhraunin (að meðtöldu Þjórsárhrauni). — 1: Tungnárliraun.
2: upptakagígar Tungnárhrauna. 3: liraunjaðar. 4: Búðaröðin.
The Tungná Lavas (including the Thjórsá Lava). — 1: Tungná Lavas. 2:
Craters that have produced Tungná Lavas. 3: Lava-edge. 4: Ice-marginal line of
the Búdi stage.
nú markað, að þær jarðmyndanir, sem liggja undir Þjórsárhrauni,
eru eldri en 8 þús. ára, en þær, sem Hggja yfir því, eru yngri.
Fróðleg dæmi um þetta yrði hér of langt mál upp að telja, og skal
aðeins getið tveggja stórviðburða, jarðsögulegra, sem þessi aldurs-
ákvörðun hjálpar til að tímasetja.
Á svonefndu Búðaskeiði í ísaldarlokin lá rönd ísaldarjökuls-
ins við ruðningsgarða þá, sem raktir hafa verið um þvert Suður-
landsundirlendið og nefndir Btiðaröðin. Þeir kaflar Búðaraðarinn-
ar, sem liggja lægra en um 90 m yfir núverandi sjávarmáli, eru
sjóvelktir — og vafalítið myndaðir í sjó. Alllengi hef ég nit haldið
fram þeirri skoðun, að Búðaskeiðinu hafi lokið lyrir aðeins um
10 þús. árum og þá fyrst hafi jökulröndin hörfað frá Búðaröðinni
(Guðm. Kjartansson 1943, 1958 og 1961a). Með þeim aldursákvörð-
unum á fornskeljum, sem Þorleifur Einarsson fjallar um í grein
sinni hér á eftir, er loks fengin staðfesting á þessari skoðun.
Upptök Þjórsárhrauns við Tungná liggja langt (um 75 km) að
baki Búðaröðinni. Þau eru einmitt í þeim landshluta, þar sem
margt bendir til, að síðasti ísaldarjökullinn hafi lengst haldið velli
(Guðm. Kjartansson 1957 og 1964). Samt hlýtur hraunið að hafa
komið þarna upp — eða a. m. k. runnið þaðan alla leið til sjávar