Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 11
NÁTTÚ RU F RÆÐINGURINN
105
— á jökullausu landi. Af þessu má ráða, að fyrir 8 þús. árum hafi
litlar sem engar leifar af eiginlegum ísaldarjökli verið eftir hér
á landi.
Þjórsárhraun endar í sjó og ber þar alls staðar með sér, að sjórinn
hefur aldrei náð lengra eða liærra upp á það en hann gerir á
vorum dögum. Af þessu er ljóst, að fyrir 8 þús. árurn hafði sjórinn
fjarað af Suðurlandsundirlendinu a. m. k. niður að núverandi
sjávarmáli.
Fjörumór yfir Þjórsárhrauni lijá Stokkseyri (19)
1910 ± 250 ár (W-909)
Hinn 15. september 1954 vísaði Sigurgrímur Jónsson, bóndi í
Holti, mér á mó í fjörunni undan Hraunsárósi vestan við Stokks-
eyri og fylgdi mér sjálfur á staðinn. Þarna er hraunströnd, sem
kunnugt er, og öll úr hinu mikla Þjórsárhrauni, sem hér að framan
hafa verið sögð nokkur deili á. Mórinn var mjög hulinn sandi, en
lá þó ber á litlum bletti, um 40 cm neðan þeirra marka, sem sjór
hafði fallið að í síðasta flóði. Þar grófum við gryfju í móinn, 110
cm djúpa. Var þá enn mór í botni hennar, en dýpra komumst við
ekki fyrir vatnsaga. Á öðrum stöðum rétt hjá, þar sem við grófum
niður úr sandi og mó, var miklu grynnra á hrauninu, sem þarna
liggur eflaust alls staðar undir mónum, enda standa hraunklapp-
irnar upp úr í fjörunni báðum megin við árósinn og í skerja-
garðinum fram undan.
Ég tók mókökk úr botni dýpstu gryfju okkar Sigurgríms — þ. e.
um 150 cm undir flóðmörkum. í honum miðjurn var örþunnt
svart öskulag. Neðri hlutann, undir öskulaginu, seirdi ég dr. Rubin
til C14-greiningar í Washington, og var henni lokið í nóvember
1960. Niðurstaðan, 1910 ± 250 ár, er hér birt fyrsta sinni.
Að óreyndu hefði ég gizkað á miklu hærri aldur. Ég hafði talið
sennilegt, að mór hefði tekið að myndast ofan á Þjórsárhrauni
fljótlega eftir að það rann, og þetta sýnishorn væri úr neðstu og
elztu lögum þess mós. Sá fróðleikur, sem ég hafði helzt vænzt af
þessari aldursákvörðun, var sá að finna lágmarksaldur Þjórsárhrauns.
Sú von brást algerlega, því að engum mun hafa dottið í hug, að
Þjórsárhraun væri minna en 2000 ára gamalt.
Aftur á móti er fróðlegt að vita, að fyrir aðeins um 2000 árum —