Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 12
106 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN um Krists burð — var þar mýri og myndaðist mór, sem nú er Stokkseyrarfjara neðan við hálffallinn sjó. Áður en mókökkurinn úr gryfju okkar Sigurgríms var sendur vestur um haf, tók Jón Jónsson jarðfræðingur úr honum tvö sýnis- horn til greiningar á díatómeum (kísilþörungum), annað, A, úr neðri enda, hitt, B, 10 cm ofar. Flórulisti Jóns, sem telur yfir 50 tegundir, verður ekki birtur hér. En með hans leyfi verður upp tekin niðurstaða hans, sem hér fer á eftir: „Taldar voru og ákvarðaðar rúml. 800 díatómeur úr báðum sýnishornunum. í sýnish. A reyndust 98,4% ferskvatnstegundir, en 1,6% tegundir, sem lifa í sjó eða í ísöltu vatni. I sýnish. B reyndust þessar tölur í sömu röð 99,1% og 0,9%. Athyglisvert er, að sýnish. A inniheldur 20% af Navicula pusilla. En sú tegund lifir aðallega nálægt sjó og einnig í lítið eitt söltu vatni. í sýnish. B var aðeins eitt eintak af þessari tegund. Tel ég langsennilegast, að saltvatnstegundirnar ásamt þessari tegund hafi slæðzt með í sýnishornið, er það var grafið upp í fjörunni, og þær eigi heima í þeirri díatómeuflóru, sem nú lifir á staðnum. En samkvæmt allri reynslu um lífsskilyrði þessara díatómeuteg- unda verður að teljast með ólíkindum, að mórinn, sem þær eru í, sé myndaður við sömu sjávarstöðu og nú er þarna.“ Jurtaleifar í seti Krókslóns við Tungná (13) 5290 ± 250 ár (W-911) Tungná rennur langa leið vestur með norðurjaðri Tungnár- hrauna. Milli Vesturbjalla og Sigöldu sveigir hún norður fyrir hrauntotu, sem teygist inn í dalkrikann milli þessara fjalla, og heitir þar Tungnárkrókur. Eitt af hinum yngri Tungnárhraunum (merkt Y á kortinu 4. mynd) teygðist skemmra inn í dalinn en sum þeirra. sem áður runnu. Þetta hraun, sem við skulum kalla „Stífluhraun“, liggur næstefst allra þeirra Tungnárhrauna, sem nokkuð sér á þarna nærlendis, og hggur því beint við að ætla, að það sé næst- yngsta Tungnárhraunið. Um Jrað skal þó ekki fullyrt að svo stöddu, því að hugsanlegt er, að næstyngsta hraunið sé þarna algerlega hulið af hinu yngsta. Hin háa brún „Stífluhrauns" stíflaði upp allmikið stöðuvatn í krikanum milli Bjallanna og Sigöldu. Það hefur verið nefnt Króks-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.