Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 37

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 131 geta þeir þess, að leirlögin séu eldri en Grímsneshraunið. Um þær mundir var jarðfræðin komin það stutt á veg, að menn liöfðu enga hugmynd um hina miklu ísaldarjökla og þar af leiðandi ekki heldur um sjávarstöðubreytingar af völdum jökulmyndunar, svo að þeir töldu, að landið hefði lyfzt úr sjó vegna jarðhræringa eða umbrota og benda réttilega á, að mikil umbrot hafi átt sér stað á Þingvallasvæðinu. Þorvaldur Thoroddsen og Helgi Pjeturss álitu báðir sjávarsetið myndað í lok jökultímans eða á nútíma. Guðmundur G. Bárðarson (1923), Jóhannes Áskelsson (1934, 1961) og Guðmundur Kjartans- son (1943) töldu lindýrin í neðsta hluta sjávarsetsins bera vitni um kaldara loftslag en þau, sem finnast í yngra liluta setsins, en í því finnast skeljar og kuðungar, sem nú lifa við strendur landsins. Þeir töldu því, að yngri hluti setsins væri myndaður á nútíma. Eina skelin, sem finnst í sjávarsetinu og ekki lifir lengur hér við land, er jökul- todda, sem nú lifir í svellköldum sjó í Norður-íshafinu. Jökul- todda hefur aðeins fundizt í sjávarseti í Saurbæ í Dalasýslu. í sjávarsetinu við Faxaflóa og á Suðurlandsundirlendinu er allmikið um skeljar af hörpudisk, sem er sjaldgæfur í hlýja sjónum við ströndina á þessum slóðum í dag, en algengur í kaldari sjó við Vestfirði, Norðurland og Austurland. Þetta bendir til þess, að sjávarhiti hafi verið aðeins lægri, er setið var að setjast til en nú er. Þó er þess að gæta, að kalt jökulvatn hefur víða streymt til sjávar og í mun stærri mæli en nú er, þegar setið var að myndast, og kælt sjó á grunnsævi og sett sín mörk á dýralífið. C14-ákvarðanir á mó neðst úr fjörumónum í Seltjörn og frjó- rannsóknir í mýrum bentu til þess, að hæstu fjörumörk væru mun eldri en 9000 ára, líklega 10—15000 ára (Sigurður Þórarinsson 1956, Þorleifur Einarsson 1956, 1961). Guðmundur Kjartansson (1943, 1958) hefur leitt að því rök, að hæstu fjörumörk í 110 m hæð í uppsveitum Árnessýslu séu aðeins eldri en jökulgarður, Búðaröðin, sem rekja má um þvert Suður- landsundirlendið frá Vatnsdalsfjalli fyrir ofan Fljótshlíð allt til F.fstadalsfjalls í Laugardal. Ruðningur Btiðajökulsins er þar sjó- velktur upp í 90—100 m hæð, svo að landið hefur risið 10—20 m umfram sjávarborðshækkunina á Búðaskeiðinu. Norðanlands má rekja slitróttan jökulgarð, Hólkotsröðina, frá lllugastöðum í Fnjóskadal, norðan Mývatns, um Möðrudalsöræfi

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.