Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 43

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 43
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN 137 Fjörumór í Stokksnesi (10) 6510 ± 100 ár (U 2) Jón Jónsson jarðfræðingur tók sýnishorn úr 3 m þykku mólagi á sjávarströndu í Stokksnesi í Hornafirði. Yfirborð sýnishornsins var 210 c:m í jöðru niðri og 200 cm undir haffleti um flóð, en neðraborðið 15 cm dýpra. Fast ofan við þann hluta jarðvegssniðsins, sem sýnishornið var tekið úr, eru miklar leifar af birki í mónum. Sýnishornið var aldursgreint af dr. Ingrid Olsson í Eðlisfræðistofn- un Háskólans í Uppsölum. Niðurstaðan sýnir, að lyrir h. u. b. 6500 árum lá sjávarborð a. m. k. 2 m lægra en nú að rniða við land í Hornafirði (Jón Jónsson 1957). Mór undir Skeiðarárjökli (11) 4970 ± 100 ár (U 77) A Skeiðarársandi hafa menn alloft fundið hnausa af mókenndum jarðvegi frarn komna undan Skeiðarárjökli. Þeir sýna, að jökullinn er að skafa burt leifarnar af fornri mómýri einhvers staðar í bæli sínu. Sumarið 1951 rannsakaði Jón Jónsson móhnaus einn, um 1 m3 að rúmmáli, sem hann fann 1 farvegi eftir Skeiðarárhlaupið 1948 um 500 m framan við jökulröndina. Sýnishorn af mónum var aldursákvarðað af Ingrid Olsson í Uppsölum (Jón Jcinsson 1960). Yiðarleifar í jarðvegi á Landbrotshrauni (12) 1710 ± 120 ár og 1910 ± 120 ár (U 3) Hjá Ytra-Dalbæ í Landbroti er jarðvegur yfir Landbrotshraun- inu með þykkasta móti, og hefur Jón Jónsson athugað snið af honum í bakka vatnsrásar, sem hefur grafizt niður á hraun. í neðanverðum bakkanum fann hann miklar gróðurleifar, „lurka- lag“, og var þó um 50—80 crn þykkt moldarlag þar undir ofan á hrauninu. Jón fékk sýnishorn af lurkalaginu aldursákvarðað af dr. Ingrid Olsson 1 Uppsölum árið 1957. Tvær ákvarðanir voru gerðar, og ber sæmilega saman, þar sem meðaltalið, 1810 ár, liggur innan skekkjutakmarka beggja. Þessi aldursgreining leiðir í ljós, að Land- brotshraunið er miklu eldra en fróðir menn höfðu áður getið sér til. Þorvaldur Thoroddsen taldi líklegt, að það hefði runnið skömmu

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.