Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 64

Náttúrufræðingurinn - 1964, Qupperneq 64
158 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN á gróðurhúsablómum. Lyngkögurvængjur eru aðeins um 1 milli- metri á lengd og lifa alla ævi á lyngblómunum. Sérhvert kvendýr verpir 4 eggjum við grunn krónublaðanna og klekjast lirfurnar næsta vor í hálfvisnu blóminu, púpa sig um haustið, en á öðru sumri fljúga dýrin milii blóma, bera með sér frjóduft og ná sér í maka. Djúpt í blómum beitilyngsins eru smáklefar og mjó göng. Þar búa kögurvængjurnar eins og í góðu húsi, varðar fyrir vindi og regni — og hafa nóg hunang að eta. Eru dýrin stundum öll ötuð út í hunangi og frjódufti. Þau launa mat og húsaskjól með því að bera frjóduft milli blómanna og aðstoða þannig við æxl- unina. Beitilyngið er að sá sér langt fram á vetur. Bikarblöðin leggjast saman og mynda umslag eða hylki um lræin. Rifa er á hylkinu og út um hana smádreifast fræin, þegar vindurinn hristir lyngið. Vel er fyrir öllu séð. Beitilyngið þykir gott til fjárbeitar eins og nafnið bendir til. Það bítst nokkuð vor og sumar, einkum efstu, fíngerðu greinarnar og sumar kindur eru sólgnar í sjálf blómin. En aðallega er það þó gott til vetrarbeitar. Erlendis verður lyngið stærra og grófgerðara en hér. Var það stundum brennt, svo að fíngerðara ungt lyng gæti vaxið upp í staðinn, t. d. á Jótlandsheiðum. Þar hefur beitilyng verið notað til fóðurs og beitar frá ómunatíð. Kýr þóttu mjólka betur af því en hálmi. f Noregi hafa verið gerðar tilraunir með beitilyng sem liestafóður riddaraliðs. í Þýzkalandi hefur beitilyngsmjöl verið gefið svínum, hestum og nautgripum, ásamt rófum og kartöflum. — Hinar víðáttumiklu lyngheiðar á Jótlandi, N.-Þýzkalandi og víðar voru árangur rányrkju. Skóglendi voru eydd, en beitilyng breiddist þá óðum út í staðinn. Með tímanum myndaðist sérstakt jarðvegslag, „lyngskjöldur", og verður landið mjög ófrjótt. Nú er búið að rækta mestan hluta lieiðaflæmanna og breyta í akra og barrskógalönd. Er jafnvel farið að friða smá lyngbletti, svo menn geti séð, hvernig landið leit út, þegar skógar voru eyddir og ofbeit spillti landinu. Beitilyng hefur „margar náttúrur". Það þótti blóðstillandi, og var sagt, að særð bjarndýr veltu sér í beitilyngi. Blómgað beitilyng þykir og hafa sefandi, svæfandi áhrif, sbr. máltækið „Blíður er svefn í beitilyngmó". Ingólfur Davíðsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.