Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 65

Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 65
NÁTTÚRUFRÆÐJ NC.U RINN 159 Leilað að slœðingum o. fl. 1964. Árið 1963 birtist í Náttúrufræðingnum, bls. 166—186, ritgerðin „Slæðingar" eftir undirritaðan. Þar eð landnám slæðinganna er all-merkilegt fyrirbæri, skal liér bætt við nokkrum nýjum athug- unum. I. Slæðingar á Sauðárkróki 1964. Gulbrá, ljósatvítönn, akurtvítönn, arfanæpa og arfamustarður liér og hvar. Einnig krossfífill, útlend baldursbrá, bygg, rauðsmári, hélunjóli, akurarfi og brenninetla. Þrenningarfjóla vex og liér sem slæðingur. Sáðgrösin: Axhnoðapuntur, háliðagras, vallafoxgras, rý- gresi og sandfax slæðast út frá ræktun hér og á öllum stöðunum, sem nefndir eru hér á eftir. Húsapuntur, skriðsóley, græðisúra og hásveifgras vaxa og á öllum stöðunum, sem ýmist gamlir eða ný- legir slæðingar og verður ekki getið sérstaklega. II. Slæðingar í Vík í Mýrdal 1964. Gulbrá mikið, krossfífill, Spánarkerfill, akurstjarna (Agrostemma githago), naðurkollur (Echium vulgaré), arfanæpa, akurarfi, þistill. III. Slæðingar á Keyðartirði 1964. Mikill akurarfi. Hann vex í stórum breiðum í halla ofan brautar- skurðar í utanverðum kaupstaðnum. Ennfremur sáust fáeinir kross- fíflar, hélunjóli, arfanæpa og arfamustarður. IV. Slæðingar á Seyðisfirði 1964. Gulbrá talsverð, krossfífill, útlend baldursbrá, hóffífill, þistill, skógarkerfill, hélunjóli, arfanæpa, arfamustarður, bókhveiti og bygg. V. Engjamunablóm í Kolbcinsdal. 20. júlí 1964 leit ég eftir blómum í Kolbeinsdal í Skagafirði. Fyrir neðan bæinn Fjall, sem nýlega er kominn í eyði, gengur langt og bugðótt síki niður í á. Þarna, nærri eftir endilöngu síkinu, vex gróskulegt engjamunablóm (Myosotis palustre) í allstórum græð- um, alblómguðum. Var einkennilegt að sjá 30—40 cm hátt, blá- blómgað engjamunablómið vaxa innan um lófót, horblöðku, fergin, gulstör o. fl vatnajurtir. Hefur engjamunablómið líklega slæðzt úr blómagarði fyrir löngu, eða verið gróðursett þarna. Þrífst auðsjáan- lega prýðisvel í síkinu. Ingólfur Davíðsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.