Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 3
Ndttúrufr. — 34. árgangur — 4. hefti — 161.—196. síða — lleykjavik, janúar 1963 Ingólfur Davíðsson: Litið á þang og þara Mér er enn í minni, þegar ég innsveitarbarnið kom í fyrsta sinn fram á háan sjávarbakkann á Stóru-Hámundarstöðum á Ár- skógsströnd. Það var háfjara og framan við rnölina og klungrið blasti við brúnt þangbeltið meðfram endilangri ströndinni. Logn var í fjörunni, þótt talsverður norðan strekkingur væri uppi á bakkabrúninni. Þetta var að vorlagi og komin gxózka í þarann. Það brast og gnast undir fótum manns, þegar blöðrurnar á bólu- þanginu sprungu. Kindur voru á beit úti á skerjunum. „Bráðum þarf að reka þær úr fjörunni, annars bleyta þær svo rækalli mikið undir sér í húsunum og lömbin geta fengið fjöruskjögur; en tví- lembdar verða þær af þaranum, það hef ég sannreynt,“ sagði gamli bóndinn. I vík rétt hjá lágu stórar hrannir af þönglaþara, sem norðankast hafði rifið upp af botni og skolað í land. Þarablöðkur voru fluttar heim handa kúnum og þaraþönglar brytjaðir í þær. Þóttu þær græða sig vel af þaranum og söxuðum grásleppum. Sprek lágu á víð og dreif í fjörunni og nokkrir greni- og furubuðlungar einstaka rauðviðarraftur (lerki) og hvít og létt selja, en hún þótti lítils virði og fúna fljótt. E. t. v. hafa stórfljót Síberíu einhvern tíma borið þennan við til sævar? Margt var fleira forvitnilegt í fjörunni. Þar lágu nokkrir granít- hnullungar. Voru þeir kjölfesta úr skipi eða komnir með ís frá Grænlandi? Rekið höfðu stórar flækjur af brúnu kerlingarhári {Desmareslia). Var farið að bregða daufgrænni slikju á sumar ílygs- urnar en það kvað gerast vegna eplasýru, sem í hárinu er. Fjaran skartaði líka með purpurahimnum og fagurgrænni máríusvuntu og á þangi og skerjum sátu breiður af alla vega litum kletta- eða meyjardoppum ásamt kerlingarhúfum (alnbogaskeljum), sem líka er nóg af. Þarna lágu fáeinir stórir hafkóngar og beitukóngar, nokkrar öðuskeljar, kúskeljar, báruskeljar og kussar (gimburskelj- ar), ígulker og krossfiskar og kræklingur eða bláskel hvarvetna.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.