Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 28

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 28
186 NÁTT Ú RUFRÆÐINGURINN Flestar nytjajurtir mannkynsins eru fjöllitna, og hið ræktaða hveiti, sem hefur 42 litþræði og er sexhtna, hefur orðið til í tveirn stigum við samruna þriggja villtra grasa og tvöföldun litþráða- fjölda bastarðanna. Seinna stigið, sem skapaði brauðhveitið sjálft, varð fyrir botni Miðjarðarhafsins fyrir um 6—7000 árurn, og því hefur verið haldið fram með töluverðum rökum, að það hafi ver- ið upphafið að menningu hins livíta manns. Vegna þess að erfitt er að nota aðferðir erfðafræðinnar til að rann- saka skyldleika ættkvísla og ætta, vitum við enn sem komið er mun minna um þróun þeirra. Það virðist þó liggja í augum uppi, að þessar æðri tröppur þróunarstigans hljóti að hafa þróazt á svipaðan liátt og fjölbreytnin sjálf, þótt útrýming millistiga og hvarf teg- unda og annarra flokka valdi eflaust mestu um hve sérstæðar ætt- kvíslir og ættir geta verið. En það er sögulegt vandamál og varla erfðafræðilegt, svo að við getum látið það liggja á milli hluta fyrst um sinn. Fjölbreytni lífsins þróast aðallega á grundvelli brigða, blöndun þeirra og úrvals innan tegundanna, og það úrval veldur mestu um framtíð tegundarinnar og eins þeirra ættkvísla og ætta, sem síðar verða til. Sá æxlunarhemill, sem skapar tegundirnar sjálfar, verður til við gagngerðar breytingar á litþráðunum, annaðhvort við hægfara þróun, sem veldur truflunum á röð konanna og pörun litþráðanna, eða við skyndilegar breytingar á litþráðafjöldanum. Þegar ný tegund hefur orðið til, heldur fjölbreytni hennar áfram að aukast með brigðum, blöndun, og úrvali, því að það er sú rás, sem hófst um leið og hið fyrsta líf varð til og lýkur ekki fyrr en lífið hður undir lok. Því eru engin takmörk sett, hve fjölbreytnin getur orðið mikil á öllum stigum lífsins, alveg eins og engin takmörk eru fyrir því, hve margar bækur má prenta á hverju máli, eða hve margar mál- lýzkur og tungumál geta orðið til á jarðríki. Þróunin er endalaus og ævarandi af því að stafróf lífsins og stuðlar erfðanna hafa veitt henni sama frelsi og skáldunum til að yrkja óð lífsins frá eilífð til eilífðar. IV. Lokaorð. Þróun lífsins hófst fyrir þúsund milljónum ára, þegar stafróf lífsins, amínósýrurnar tuttugu, beygðu sig undir stjórn stuðla erfð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.