Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 34
192 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og lengja með því mannsævina. En um leið ríður á að koma í veg fyrir, að alls konar geislanir og efni, sem við búum til sjálf, geti náð að skapa nýjar brigðir og nýja galla. Þótt við eigum langt í land áður en mannkynið hefur losnað við þær gölluðu brigðir, sem það hefur safnað saman frá upphafi, er sennilegt, að sú þróun, sem maðurinn ákveður fyrir sjálfan sig á ókomnum öldum, muni aðallega snerta gáfur hans og andlega eiginleika, af því að á þeim byggjast allar framfarir á öllum sviðum mannlegs lífs. Okkur eru gefnar í vöggugjöf mismunandi gáfur, alls konar skapgerð og fjöldi annarra ættgengra andlegra hæfileika. Þótt enn skorti mikið á, að öllum sé gert kleift að þroska og nota með- fæddar gáfur og hæfileika til hins ýtrasta, er enginn vafi á, að það er líka hægt að auka slíkt til muna með kynbótum, þótt við vitum ekki enn með vissu, hvernig andlegir eiginleikar erfast, og höfum enn ekki komið okkur saman um þann siðfræðilega grundvöll, sem allar slíkar kynbætur hljóta að byggjast á. Framfarir einstakl- inga og þjóða byggjast að töluverðu leyti á lærdómi og þekkingu, en það eru gáfurnar, sem ákveða, hve mikið við getum lært og skilið og síðan skapað. Vissulega heyrum við endrum og eins sagt, að þekking nútímans hafi orðið mörgum til ills, en samt trúir enginn því, að heimurinn geti ekki haft not fyrir miklu meiri gáfur nú og síðar. Aðeins auknar gáfur og vel notuð skynsemi geta gert manninn fullkominn og hjálpað honum að skapa þúsundáraríkið. Ef maðurinn skyldi kynbæta sjálfan sig á þann hátt, að hann verði vitrari og hæfari til að skapa fleira nýtt með afli hugans, hlýtur það að draga ýmsar aðrar breytingar á eftir sér. Eitt af því er stærri heili, og um leið og heilabúið eykst, hlýtur höfuðið að vaxa og verða hlutfallslega enn stærra en það er nú. Munurinn á útliti barns og fulltíða manns verður því sennilega minni en nú, en vegna stærðar höfuðsins líkist fullvaxinn maður á okkar dögum barni meir en fullvaxnir apar líkjast sínu ungviði. Um leið og gáfurnar aukast, verður ekki heldur komi/.t hjá því að lengja ævina töluvert, svo að æskan geti eytt lengri tíma til að afla sér þekkingar án þess að stytta það skeið ævinnar, sem hún getur notað þekking- una fyrir þjóðfélagið. Þótt maður hins ókomna tíma telji kannski nauðsynlegt að þroska og bæta vissa líkamlega eiginleika, sem ekki standa í sam- bandi við lengd æviskeiðsins, er varla sennilegt, að hann kæri sig

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.