Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 29
NÁTT ÚRUFRÆÐIN GURINN
187
anna, DNA og lútanna þess fjögurra. Það liggur í eðli þessara efna
að breytast og margfaldast, en það tók samt 500 milljónir ára fyrir
hinar fyrstu lífverur að komast á það stig, að þær mynduðu líkama
með vefjum, sem skiptu með sér verkum. Við getum okkur þess til,
að allan þennan tíma hafi lífið aðallega verið bundið við vatn, að
það hafi verið slímkenndar smáverur, sem varla þoldu loft, svo
að flest vötn moruðu af smásæju lífi, sem fæddist, dafnaði og dó
í sífellu. En loksins lögðu hinar frumstæðu verur landið undir sig
líka og mynduðu líffæri, sem gerðu þeim kleift að þola áhrif lofts-
ins og geisla sólarinnar án þess að skýla sér með vatninu.
Hinar fyrstu lifandi verur voru hvorki jurtir né dýr. Þær þurftu
ekki að anda, heldur unnu þær orku úr lífrænum efnum með eins-
konar gerjun. Smámsaman skiptu þær þó svo með sér verkum, að
jurtir og dýr urðu til, og jurtirnar lærðu að breyta ólífrænum efn-
um í lífræn, en urðu um leið matarforði dýranna. Og það voru
jurtirnar, sem fyrst losuðu súrefnið úr læðingi efnasambandanna
og sköpuðu það andrúmsloft, sem gerði dýrunum kleift að þróast
og dafna.
Hið smásæja líf löngu liðinna tímabila var eflaust af ýmsu tagi,
en fjölbreytni þess skapaðist af brigðum, blöndun þeirra við kyn-
æxlun, og náttúrlegu úrvali, en æxlunarhemlar komu í veg fyrir,
að gagnleg fjölbreytni æxlaðist burt að nýju. Með öðrum orðum,
lögmál þróunar lífsins voru hin sömu frá upphafi og þau eru enn í
dag, af því að þau eru afleiðing af lögmálum erfðanna, sem sköp-
uðust um leið og stuðlar erfðanna, DNA og lútarnir þess fjórir,
tóku að sér stjórn stafrófs lífsins, amínósýranna tuttugu.
Sem stendur munu vaxa á jörðunni um 500.000 tegundir jurta,
en dýrin eru helmingi fleiri. Af jurtunum eru meira en helming-
ur æðri jurtir, en þrír-fjórðu hlutar dýranna eru skordýr. Skor-
dýrin urðu ekki til fyrr en fyrir 280 miljónum ára og eru senni-
lega fjölbreyttari nú en nokkru sinni fyrr, en hinar æðri jurtir eru
aðeins um 180 milljón ára gamlar og urðu ekki ríkjandi fyrr en
á Krítartímabilinu fyrir kannski 100 milljónum ára; þær eru enn
að þróast og eiga eflaust eftir að mynda ótal nýjar tegundir áður
en aftur fer að halla undan fæti. Lífið kom ekki á land fyrr en
fyrir um 400 miljónum ára, og hefur sennilega aldrei verið fjöl-
breyttara en nú, enda hefur það vaxið jafnt og þétt að tegunda-
fjölda síðan fyrstu frumurnar mynduðust. Það er þýðingarlítið að