Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 9
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
167
Maríukjarni (Alaria esculenta),
einnig nefndur marínkjarni eða að-
eins kjarni. Hann er meðal stærstu
þörunga hér við land; 6 metra langar
jurtir ekki sjaldgæfar, segir Helgi
Jónsson, er manna mest hefur rann-
sakað þörunga við Islandsstrendur og
skrifað um þá doktorsritgerð. Blaðkan
er vanalega afarlöng, með þykkri
greinilegri miðtaug. Smá æxlunarblöð
eru á þönglinum ofantil, neðan við
aðalblaðið. A þessum smáblöðum og
miðtauginni er maríukjarni auðþekkt-
ur frá beltisþara, sem hefur hvorugt.
Þöngullinn er frá 10—120 cm á þrosk-
uðurn jurtum, en lengd blöðkunnar
30 cm — 5 metrar. Breidd blöðku 8—
34 cm. Æxlunarblöðkurnar geta orð-
ið 20—40 cm langar, en lítið er það
hjá stærð aðalblöðkunnar.
Efri hluti þöngulsins með æxlunar-
eða gról)löðkunum er kallaður bjalla
og þykir gott til næringar. Stóra blaðk- 4- mynd- a) maríukjarni, b) belt-
an hefur og þótt allgóð til fóðurs, eink- isþan.
um fyrir kýr. Bjarni Sæmundsson seg-
ir: að Grindvíkingar hafi skorið maríukjarna, eða tekið nýrekinn,
létu hann helzt rigna og þurrkuðu síðan. Lögðu þeir hann vel þurr-
an í þunn lög innan um töðuna ofan til og þótti gefast vel. Ránar-
kjarni (Alaria Pyiaii.) er svipaður maríukjarna, en minni og blaðkan
oftast egglaga. Beltisþari er talinn ganga næst maríukjarna og ránar-
kjarna að fóðurgildi. Daníel Jónsson bóndi á Eiði á Langanesi
súrsaði þara til fóðurs rétt fvrir aldamótin og reyndist súrþari gott
fóður, einkum maríukjarni. Þörungar eru hagnýttir á margan hátt,
t. d. til beitar, fóðurs og áburðar í garða. Joð hefur verið unnið
úr ösku þönglaþara. Sölt af þörungasýru (alginsýru) eru notuð í
margs konar iðnaði t. d. í matvælaiðnaði, fatnaðar- og pappírsiðn-
aði, einnig í hnappa, gervitennur o. fl o. fl. Verksmiðja í Drammen
í Noregi framleiðir um 200 tonn árlega af þönglaþarasöltum. Á