Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
169
á landi, en nokkra birtu þurfa þeir og veruleg grózka hleypur fyrst
í þá á vorin með hækkandi sól. Kolefnið taka þeir úr loftinu í
sjónum og uppleyst steinefni úr sjónum síast inn í gegnum yfirborð
þeirra. Blöð landplantna geta einnig tekið til sín vatnsúða og a.
m. k. sum næringarefni inn í gegnum húðina. Þess vegna er farið
að úða sum ávaxtatré með næringarupplausnum. Magn næringar-
efna í sjónum er misjafnt eftir árstíðum o. fl. skilyrðum. En lífs-
kjörin eru þó jafnari í sjó en á landi. Landgróður þarf að geta
staðist storma, en sjávargróðurinn verður á hinn bóginn oft að
þola mikið öldurót við brimóttar strendur. Þörungarnir eru hálir
sem álar, mjóvaxnir og mjög sveigjanlegir til að þola öldusogið;
rammlega tjóðraðir niður með heftiþráðum. (Svifþörungar svífa
lausir í sjónum). Nú er rætt um að iðnnýta þang og þara meira en
gert hefur verið. Um langan aldur höfðu menn þang og þöngla
til eldiviðar. í Vestmannaeyjum var jafnvel hverjum bónda út-
hlutað ákveðnu stykki af fjörunni. Árið 1906 segir Helgi Jónsson:
„í Hafnarfirði hefi ég séð allmikið þang í þurrki og mun því
brennt þar til muna, og mér er sagt, að þangi sé brennt suður
með öllurn Faxaflóa. Nú eru menn byrjaðir að brenna þara hér
á landi til að vinna joð úr öskunni. Til matar tóku menn auk
sölva fjörugrös, einkum í Vestmannaeyjum og á Eyrarbakka og
maríukjarna hafa menn matbúið víða“. Helgi Jónsson rannsakaði
þörunga við íslandsstrendur árum saman og ritaði um þá doktors-
ritgerð: „Om Algevegetationen ved Islands Kyster“ 1910 og árið
1912 ritgerðina „The Marine algal Vegetation of Island“. Munu
íslenzkir þörungar um það leyti hafa verið betur rannsakaðir en
þörungar annars staðar á Norðurlöndum. Á íslenzku skrifaði Helgi
um ákvörðun og hagnýtingu þörunga tvær ritgerðir í Búnaðarritið:
„Nokkur orð um notkun sæþörunga" árið 1906 og Sæþörungar
1918. Hef ég notað nefndar ritgerðir sem heimildarrit. Ásgeir
Torfason efnafræðingur efnagreindi allmarga sæþörunga, sbr. rit-
gerð hans: „Efnagreining nokkurra sæþörunga“ í Búnaðarritinu
1910.
Aðrar greinar og ritgerðir um íslenzka þörunga:
Botngróður sjávarins (Bjarni Sæmundsson), Náttúrufr. 1933, bls. 27—30 og
40-44.