Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 14
172
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
réttum jarðstöngli, sem ligg-
ur grunnt í moldinni. Er jarð-
stöngullinn enn eitt einkenni
til glöggvunar. — Blóm fer-
laufasmára er hunangslaust og
okkur þykir fremur óþægileg
lykt af því, en hráætisflugur
sækja í það og aðstoða e. t. v.
við frævunina. Sjálffrævun
einnig fær, þótt blómið sé að
vissu marki fyrrmennt. — Fer-
laufasmári er allur eitraður,
en einkurn jarðstöngullinn og
berið. Munið það. Hann var
fyrrum notaður til lækninga,
aðallega við hálskvillum. í
þjóðtrú ýrnissa landa er fer-
laufasmári talinn kraft- og
galdrajurt; átti t. d. að hafa
mátt til að verja menn og fén-
að gegn göldrum. Sniðugir
þjófar áttu að geta opnað lása
með honum, sbr. nafnið lása-
gras. Sennilega hefur ein-
kennilegt útlit jurtarinnar og
eitrið í henni valdið trúnni
2. mynd. Ferlaufasmári. á kraft hennar. Ferlaufasmári
getur m. a. valdið ákafri upp-
sölu ef ber eða safi úr jarðstöngli kemst í maga. Er því vara-
samt að litla mikið við hann. — íslenzkar eiturjurtir eru sem
betur fer fáar; varla aðrar en ferlaufasmári, mýrelfting og
berserkjasveppur. Mýrelfting vex hvarvetna í mýrum og virðist
bítast nokkuð af fé að skaðlausu. í mýrelftingu lifir stundum
sníkjusveppur, sem getur gert hana eitraða, samkvæmt erlendum
rannsóknum. Vitað er að illa verkað, myglað elftingarhey er vara-
samt fóður. Hafa hestar drepist af því hér á landi að talið er. —
Berserkjasveppur hefur fundizt í birkikjarri og skógi hér og hvar,
t. d. á Vestfjörðum, í Suður-Þingeyjarsýslu og á Fljótsdalshéraði.