Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 185 hátt og hlotið sitt eigið útbreiðslusvæði. Litþræðir sérfjöllitninga para sig svo við myndun kynfrumanna, að litþræðir hins uppruna- lega föður bastarðsins, sem þeir komu frá, para sig sérstaklega, og eins gera litþræðirnir, sem komu frá móðurtegundinni, svo að skiptingin verður að öllu leyti eðlileg og einstaklingurinn fyllilega frjór frá upphafi. Að auki hafa fjöllitningar af slíkri gerð hlotið alla eiginleika beggja foreldranna í vöggugjöf, svo auðvelt er að sjá mun á þeim og báðurn þeim tegundum, sem þeir eru runnir frá. Flestir þeir fjöllitningar, sem maður finnur í náttúrunni, eru sennilega orðnir til við tvöföldun litþráðafjöldans í meira eða minna frjóum kynblendingum, annaðhvort bastörðum milli ná- skyldra tegunda eða milli deiltegunda sömu tegundar. Þeir standa því einhvers staðar á milli þeirra tveggja endastiga, sem ég nefndi áður. Ef sá bastarður, sem þeir mynduðust úr, hefur verið töluvert ófrjór, verður hin nýja tegund sennilega vel heppnuð frá upp- hafi og vel til þess fallin að keppa við ættingja sína í lífsbaráttunni, en ef bastarðurinn hefur verið frjór, er ekki ósennilegt, að hið náttúrlega úrval geri hinni nýju tegund lífið leitt og geri á henni gagngerðar breytingar, áður en hún verður fullsköpuð. Og slíkir fjöllitningar geta myndazt oft og mörgum sinnum þar sem foreldra- tegundirnar mætast og mynda kynblendinga, svo jurtalandfræðing- ar þurfa að fara varlega við að draga ályktanir um sögu þeirra frá útbreiðslu þeirra einni saman. Það væri hægur vandi að telja upp fjölda íslenzkra jurta, sem orðið hafa til sem fjöllitningar. Garðahjálmgresið, sem vex víða á Suðurlandi, er sú sérfjöllitna tegund, sem mönnum tókst fyrst að gera eftir með tilraunum, og eins eru hrafnaklukkur og ilm- björk dæmi fjöllitninga, sem eru afkomendur ófrjórra bastarða löngu liðinna tíma. Aftur á móti hafa draumsóleyjar og ferlaufa- smári ef til vill þróazt frá samfjöllitningum, sem urðu til fyrir milljónum ára. Flestir íslenzkir fjöllitningar — þeir eru um 70 af hverjum hundrað íslenzkra jurta — eru þó sennilega einhvers staðar á milli þessara endastiga og hafa orðið til við samruna tveggja skyldra tegunda og tvöföldun litjtráðatölu þeirra. Það gerð- ist þó fyrir svo löngu, að erfitt er að geta sér til um upphaf þeirra flestra, og eins höfðu þeir nær allir orðið til löngu áður en ísland myndaðist og sjálft Norðuratlantshafið varð til.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.