Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 22
180 N Á T TÚRUFRÆÐINGURIN N heyra einni og sömu tegund, þótt þeir geti verið afar ólíkir að út- liti og litarhætti. Eins varð fólki snemma ljóst, að hestar, kýr, kindur, hundar, kettir og önnur dýr merkurinnar eru tegundir af sama tagi og maðurinn sjálfur, og að auki þær jurtir og tré, sem hann hafði not af og fannst hann þurfa að gefa sérstakt heiti. Vísindin tóku þennan skilning að erfðum, svo að grasafræðingar og dýrafræðingar fornaldarinnar og miðaldanna virðast hafa skilgreint dýrin og jurt- irnar eftir sama mælikvarða og manninn sjálfan, og þegar Linnaeus liinn sænski gerði fyrir tveim öldum yfirlit sín yfir þær jurtir og dýr, sem hann vissi að væru til í heiminum, reyndi hann eftir föngum að takmarka hvei'ja tegund svo, að hún yrði sambærileg við manninn sjálfan. En hann reyndi aftur á móti ekki að skil- greina hugtakið tegund, sennilega vegna þess að hann trúði því, þar til hann fór að reskjast, að allar tegundir hafi verið skapaðar með orði Drottins og síðan ekki breytzt, og hann sá vafalaust enga ástæðu til, að mennirnir færu að skilgreina, hvað skaparinn hafði ætlað sér að gera. Linnaeus þekkti aðeins um 5000 tegundir jurta og eitthvað færri dýr, og í rauninni þekkti hann engar lífverur vel nema þær sænsku, heldur hafði kynnzt hinum af afspurn í bókum og af myndum eða með aðstoð þurrkaðra eintaka, sem nemendur hans eða kunn- ingjar höfðu safnað fyrir hann á ferðum sínum. Þegar aðrir líf- fræðingar héldu verki hans áfram, kom fljótt í ljós, að fjölbreytni lífsins er hundraðfalt meiri en hann hafði ætlað, og eins urðu menn varir við, að stundnm er ekki svo auðvelt að segja með fullri vissu, hvort sérstakir hópar jurta eða dýra eru góðar tegund- ir eða bara afbrigði eða deiltegundir sömu tegundar. Þegar Darwin skrifaði bók sína um uppruna tegundanna íyrir rúmri öld, var lionum ekki ljós munurinn á tegund og deiltegund, svo að hann taldi nokkurnveginn öruggt, að þær væru aðeins tvö höft á sama þróunarstiga, og takmörkin á milli þeirra óglögg. Enginn veit, hve margir grasafræðingar og dýrafræðingar hafa reynt að skilgreina tegundarhugtakið síðan Darwin birti hið mikla rit sitt, en árangurinn hefur sjaldnast orðið svo, að hægt væri að nota hann við að skilja á milli tegunda í öðrum flokkum jurta eða dýra en þeim, sem höfundurinn þekkti bezt. Sumir hafa jafn- vel dregið þá ályktun af þessum erfiðleikum, að ekki muni vera hægt að finna neina eina skilgreiningu á hugtakinu tegund af

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.