Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 181 þeirri ástæðu, að tegundir séu svo margskonar og hafi myndazt á svo marga vegu. Aðalorsökin fyrir þessum erfiðleikum virðist samt hafa verið sú, að allar skilgreiningarnar, eða að minnsta kosti flestar þeirra, hafa verið byggðar á þeirri trú, að fjölbreytni eiginleikanna og fjöldi þeirra endurspegli þróunarsögu og þróunar- stig jurta og dýra á ákveðinn veg. Það er fyrst hina seinustu ára- tugi, að ljóst hefði orðið, að þær tegundir, sem Linnaeus lýsti en skilgreindi ekki, og þær tegundir, sem eru eðlilegar og svo til óbreytanlegar í náttúrunni, eru allar merktar af sama einkenni, sem er algerlega óháð þróun fjölbreytninnar sjálfrar: þær hafa rnyndað æxlunarhemil, svo að þær geta ekki lengur ruglað saman eiginleikum sínum með víxllrjóvgunum utan sinna takmarka. Þetta er sú skilgreining, sem við nú höfum á hinni líl'fræðilegu tegund jurta og dýra. Henni svipar mjög til þeirrar skoðunar, sem liggur á bak við lýsingar þær, sem Linnaeus gerði á sænskum jurtum og dýrum, en stendur því rniður enn oft í berhöggi við skoðanir sumra dýra- og grasafræðinga, sem annaðhvort ekki byggja skil- greiningar sínar á þróunarsögu lífveranna eða kæra sig kollótta um að skilgreina þær tegundir, sem þeir gefa nafn. Það liggur í augum uppi, að náttúrlegar tegundir eru þær einu, sem hafa nokkurt þróunarsögulegt gildi. Það var ekki fyrr en 1930, að erfðafræðingum varð ljóst, að þróun fjölbreytninnar á ekkert skylt við þróun æxlunarhemlanna eða þeirra breytinga, sem valda ófrjósemi bastarða jafnvel innan sumra tegunda. Síðan hefur þekkingin á þróun þeirrar ófrjósemi, sem er á milli góðra tegunda, aukizt að miklum mun, og nú er svo komið, að við teljurn okkur vita með fullri vissu, að æxlunar- hemlarnir standa alltaf í sambandi við annaðhvort svo gagngerðar breytingar á röð konanna á litþráðunum, að þær trufla eða koma í veg fyrir að þeir geti parazt, þegar kynfrumumyndun á í hlut, eða þeir verða til við breytiugar á fjölda litþráðanna. Þegar þessi þróun stendur í sambandi við breytingar á litþráðunum sjálfum og röðum konanna á þeim, er hún hægfara og getur tekið milljónir ára, en ef hún byggist á breytingum á fjölda litþráðanna, er hún skyndileg og gerist í einum ættlið. Við skulum líta dálítið nánar á báðar þessar þróunarrásir og byrja á þeirri hægfara, sem er flókn- ari og því enn ekki jafn vel rannsökuð og skyldi. LFpphafið að þeirn hægfara breytingum, sem smámsaman leiða

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.