Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 183 um safnist fyrir í sanra einstaklingi eða öllu heldur sanra hóp. Þótt vitað sé, að margar umhverfingar hafi orðið í sumurn tegundum jurta án þess að víxlanahemill hafi komið í ljós, er hitt þó algeng- ara, að samsafn umhverfinga valdi því, að víxlfrjóvganir verði sjaldgæfari milli þessa lióps og hins gamla, sem engar umhverf- ingar ber. Og að lokum fer svo, að fullkominn hemill er orðinn á öllum víxlfrjóvgunum og tvær nýjar tegundir orðnar til úr einni. Um það gildir hið fornkveðna, að margt smátt gerir eitt stórt, en það getur tekið þúsundir og jafnvel milljónir ættliða áður en samsafn hinna smáu umhverfinga hefur orðið nógu stórt til að skapa nýja og sjálfstæða tegund, sem ekki getur blandað blóði við þá hópa, sem hún þróaðist úr. Þegar endaskipti hafa átt sér stað milli óskyldra litþráðapara, truflar þetta pörun litþráðanna á þann hátt, að í stað þess að para sig tveir og tveir, mynda þeir hring eða keðju úr fjórum litþráð- um í kynblendningnum. Ef þessar keðjur eða hringir raða sér í sérstakar myndir, getur svo farið, að helmingur frumanna líði undir lok, eða að helmingur afkvæmanna verði ófrjósamur af því að þeir hljóta annaðhvort of lítið eða of mikið af sumum litþráð- unum. En það kemur engu síður fyrir, að skiptingin verður eðli- leg, og allmargar tegundir jurta og dýra hafa samlagað sig svo vel að slíkum endaskiptum, að eingöngu þeir einstaklingar, sem hafa hlotið endaskipti milli allra litþráðanna, svo að þeir mynda lokaðan hring við kynfrumuskiptinguna, geta haldið lífi. Þessvegna eru sumir þeirrar skoðunar, að endaskipti séu mun þýðingar- minni en umhverfingar við myndun þess æxlunarhemils, sem veld- ur hinni hægfara þróun tegundanna. Elægfara þróun tegundanna er sem sagt afleiðing af hægfara sam- söfnun á mörgum umhverfingum og endaskiptum og öðrum þeim breytingum, sem geta truflað pörun litþráðanna og skapað þannig æxlunarhemil. En hin skyndilega þróun tegundanna er aftur á móti afleiðing af því, að litþráðafjöldi einstaklings getur allt í einu tvöfaldazt án þess að nokkur breyting verði á einstökum litþráðum. Árangurinn af slíkri tvöföldun litþráðatölunnar kallast fjöllitni, og þar eð bastarðar milli tvílitna og ferlitna eða fjöllitna hópa eða einstaklinga eru ætíð ófrjóir, vegna þess að þeir fá ójafnt margfeldi litþráðanna í vöggugjöf, vitum við, að enginn æxlunar- hemill er sterkari en sá, sem stafar af tvöföldun litþráðatölunnar.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.