Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 18
176 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN austan vegar (2. mynd) og í litlu gili sunnan í Bæli, einnig eru einstaka steinar úr öðru bergi á víð og dreif um hólana, og virðist lík- legast, að jökull hafi borið þá þangað. Hins vegar hef- ur jökullinn ekki orkað að aflaga hólana verulega eða færa þá úr stað, þrátt fyrir það, að bergið í þeim er fremur losaralegt. Af þessu má ráða, að Bæli er naum- ast til orðið fyrir síðustu ís- ökl ella hefði jökullinn, sem vafalaust hefur verið mjög þykkur hér í dalnum, rifið þessa myndun alla nið- ur, því ætla má, að hann hafi skriðið með miklum þunga niður dalinn. Að þessu öllu athug- uðu verður að teljast sennilegast, að hér hafi gosið á seinni hluta síðustu ísaldar undir jökli, sem ekki var meiri en svo, að hann náði aðeins að flytja burtu hið lausasta af gosmynduninni og skilja eftir óverulega jökulurð í staðinn. Ekki sér á gosmyndun þessa neðar í dalnum, þó má vera, að hún sé þar til og hulin af aurum Norðurár. Sprunga liggur um Norðurárdal þveran við norðurjaðar þessara gosmyndana, en ekki ber mikið á henni. Misgengi er þar ekki nema þá mjög óverulegt. Austan árinnar má og sjá a. m. k. þrjár sprungur með stefnu nálægt því N—S og stefna þær allar á Bæli. Ekkert misgengi er heldur um þessar sprungur. Aftur á móti er misgengi, sem liggur um þveran dalinn við Skarðshamra. Nemur það 6—8 m og er sigið sunnan sprungunnar. Þess má geta að eldstöðvarnar hjá Hreðavatni, Grábrók og Grábrókarfelli virð- ast tengdar sprungum, sem liggja um þveran dal, en skammt eitt norðar er mikið misgengi hjá Brekku og um Karlsdal austan Norð- urár. Vera má, að Bælis-eldstöðvarnar séu tengdar sprungum þeim, sem áður er getið, en ekki verða færðar sönnur á það að svo komnu máli.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.