Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 179 ast kverk milli hennar og nefsins. Aftari endinn stýfður, svo að fram kemur greinilegt (sljótt) horn við bakröndina. Hjörin með 11—14 (11 á íslenzka eintakinu) tönnum, 7—10 framtönnum og 4 afturtönnum. Skellengd 3 mm. Hnotskelin finnst við Finnmörk og þaðan suður með vestur- strönd Noregs, við Færeyjar, við Vestur-Grænland og á djúpsævi við Bretlandseyjar. Fundur tegundarinnar við Island kernur því engum á óvart. Báðar framangreindar tegundir eru varðveittar í hinu íslenzka Náttúrugripasafni í Reykjavík. Áskell Löve: Þróun lífsins III. Sköpun tegundanna. Ég drap á það í seinasta kafla, að þótt sömu lögmál valdi fjöl- breytninni bæði innan hverrar tegundar og milli þeirra, geti þau ekki skapað tegundirnar sjálfar. Vissulega eru jrað sérstakir eigin- leikar, sem við notum til að geta skilið tegundirnar að, þegar við lýsum jreim eða nefnurn jrær, en eiginleikarnir gera ekki tegundina heldur eru þeir afleiðing af þróun innan hennar og skyldra teg- unda, og oft eru afbrigði eða deiltegundir sömu tegundar miklu ólíkari að öllu útliti heldur en góðar tegundir sömu ættkvíslar. Nægir jrar að benda á ýmis hundakyn samanborið við úlfa, eða ýmis hestakyn samanborið við zebrur. Ástæðan fyrir þessu er sú, að náttúrlegar tegundir eru aðskildar hver annarri með því, sem við köllum æxlunarhemil, svo að Jrær annaðhvort geta ekki víxl- frjóvgazt og blandað eiginleikum sínum, eða gera það sjaldan og á Jrann hátt, að afkvæmin verða ófrjó. Ef slíkir bastarðar geta lifað og getið af sér nýjan ættlið, verður hann venjulega veikbyggður og hverfur innan skamms, án þess að tekizt hafi að flytja eiginleika á milli tegundanna og brjóta þar með erfðalega einangrun þeirra. Fólki hefur verið ljóst síðan í grárri forneskju, að allir menn til-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.