Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 13
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
171
grannur og ber smá gulhvít blóm, sem sitja
þétt saman á stöngulendanum. Sýkigrasið
blómgast í júní niðri á láglendi, en langt fram
á sumar uppi í hlíðum. Það liggur oft laust
í haga, þar senr sauðfé er beitt. Kindur virð-
ast japla því út úr sér, ef það slæðist upp í
þær, þeim fellur sennilega ekki lyktin eða
bragðið. Nafnið sýkigras bendir til þess að
það var talið eitrað, en ekki eru mér kunnar
rannsóknir í því efni, og ekki veit ég til að
fé hafi sýkst af smájurt þessari. Sýkigrasið vex
víða í norðlægum löndum og uppi í Alpa-
fjöllum.
Hitt íslenzka villiblómið liljuættar — fer-
laufasmárinn eða lásagrasið (Paris quadrifolia)
er aftur á móti römm eiturjurt án nokkurs efa.
Ferlaufasmári á ekkert skylt við „fjögra laufa
túnsmára", sem trú er á sem óskajurt. Fer-
laufasmári þrífst bezt í djúpum skugga og
skjóli líkt og burknar og vex þess vegna í
kjarri, urðum og hraungjótum. Fundinn á
slíkum stöðum hér og hvar um landið, en
samt ekki víða og heldur lítið í stað. Reyk-
víkingar geta t. d. fundið hann í Hafnarfjarð-
arhrauni, Árnesingar í skógarhlíðinni á Laug-
arvatni o. s. frv. (sjá Flóru). Ferlaufasmári
dregur nafn af fjórum, stórum, breiðum blöðum á stöngulendanum,
önnur blöð hefur hann ekki. Blöðin geta stöku sinnum verið 3 eða 5,
en það er undantekning. Þessi stóru blöð standa í kross, þau eru bog-
strengjótt og gljáandi á neðra borði. Blómlaus er jurtin auðþekkt á
þessum stóru blöðum. En blóm og aldin eru engu síður sérkennileg.
Upp úr blaðhvirfingunni vex blómleggur, sem ber aðeins eitt blóm
gulgrænt á að líta. Blómhlífarblöðin eru 8 alls, það er 4 -j- 4. Eru
hin ytri 4 lensulaga, oddhvöss, græn, en hin innri 4 gulgræn og
nær þráðmjó. Síðan þroskast aldinið og er sömuleiðis sérkennilegt,
það er gráblátt eða dökkblátt allstórt ber, eitt á stilkendanum.
Egglag frævunnar rauðleitt. Stöngull ferlaufasmára er oft 15—20
cm hár, en getur orðið 40—50 cm hár. Stöngullinn vex upp af lá-
1. mynd. Sýkigras.