Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 36
194 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Sitt af Kverju Hvaðan ltom davíðslykillinn? Sumarið 1911 fann faðir minn, Davíð Sigurðarson, bóndi á Stóru- Hámundarstöðum á Árskógsströnd við Eyjafjörð, nýja maríulykils- tegund í hálfdeigu mýrlendi algrónu á sjávarbökkunum neðan við Búðarmýri og út um Olboga. Davíð fékkst rnikið við grasasöfnun og sá, að hér var um nýja tegund eða afbrigði að ræða, frábrugðið maríulyklinum, sem vex í leirlögum innar með firðinum. Reyndist J^etta síðar vera tegundin Primula egalikensis, er ég hef nefnt davíðs- lykil, og er ófundin annars staðar á íslandi. (Sjá Náttúrufræðinginn 1959, bls. 234). Á sjávarbökkunum vex jurtin aðallega meðfram kindaslóðum, hvort sem það er tilviljun eða ekki. Nokkur eintök hafa fundizt ofar við svokallaðar Dagsláttur, en það svæði er nú orðið að túni. Davíð taldi líklegast, að jurtin hefði komið með varningi og ekki að ástæðulausu. Við syðri jaðar ritbreiðslusvæðis- ins liggur gamla bátalendingin í Hamarsvör. Þaðan var útræði, þar var bátauppsátur og sjóbúð á bakkanum. Kaupstaðarvarningur var frá fornu fari og allt fram til 1925—1930 aðallega fluttur sjó- leiðis frá Akureyri og þá lent í Hamarsvör, m. a. með kornvörur. Þær komu að vísu aðallega frá Danmörku og davíðslykillinn vex ekki þar — heldur á Grænlandi og ennfremur í Alaska og heim- skautalöndum Kanada. Siglingar hafa lengi verið milli Grænlands og Danmerkur, en samt væri þetta heldur ólíkleg krókaleið, þótt ekkert sé ómögulegt í þeim efnum. Nú er mikið rætt og rifist um hvort jurtir hafi hjarað af síðustu ísöld á íslandi og í Skandinavíu — og þá hvar og hverjar. Hefur þessi jurtategund kannski lifað af síðasta ísaldarskeið á Hámundarstaðabökkum? í þriðja lagi: Gat jurtin eða fræ hennar komið með hafís frá Grænlandi? Hafís hefur oft borið að landi á íslandi á umliðnum öldum. Ég man t. d. vetur- inn 1918, einmitt á Hámundarstöðum, þegar hafísinn gekk upp í fjöru; upp fyrir flæðarmál sums staðar og skóf Jxangið af skerjun- um. Amerískir náttúrufræðingar hafa komizt að raun um, að hafís flytur oft með sér grjót, mold og fræ, sem þar geta lengi lifað og langt borizt. Spöl frá lendingunni í Hamarsvör hef ég fundið granít- hnullunga. Eru þeir gömul kjölfesta úr skipi eða hefur Grænlands-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.