Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 4
162 NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN Hrúðurkarlar lituðu margan stein ljósan. Æðarfugl og endur syntu kurrandi fyrir landi, sendlingar tíndu æti í fjörunni og marflær hoppuðu undan steinunum. Úti á firðinum lét hátt í hávellu og veiðibjöllum og stundum lét lómurinn líka til sín heyra. í þangbeltinu ber víðast mest á bóluþanginu, sem eins og annað þang er flatt og kvíslgreinótt en auðþekkt á loftblöðrunum, sem sitja tvær og tvær sín hvoru megin við miðtaugina. Bóluþangið (Fucns vesiculosus) vex við endilangar Evrópustrendur, norðan frá Ishafi og suður á Spán. Ennfremur á Grænlandi og austurströnd Norður-Ameríku. I skerjagarði Eystrasalts eru til afbrigði, smá- vaxin og mjó, sem lifa lengi laus í sjónum og berast langt með straumum. En venjulegt bóluþang er rammlega fest með hefti- þráðum við steina, sker og klappir og liggur á þurru um fjöru. Það lyftist og fellur með ölduhreyfingunum og hjálpa loftblöðr- urnar til, aðeins ,,fóturinn“ er fastur. Frjóblöðrur (frjóbeður) sitja á endum greinanna. í bóluþangi eru efni, er verka sem hægðalyf. Þess vegna þykir það ekki hentugt til þangmjölsgerðar. En kindur bíta talsvert af því og bæði Jrang og þari er sums staðar notað til áburðar í garða. Skúfþang (Fucus inflatus) er algengt, einkum neðan til í þangbeltinu í fjörunni. Það er mjög breytileg tegund, venjulega blöðrulaus, eða þá með óreglulega skipaðar, stórar, aflangar blöðrur. Að- altegundin stórvaxnari en bóluþang. Sagþang (Fucus serratus) er auðþekkt á sag- tenntum jöðrum. Fundið í Vestmannaeyjum og Hafn- arfirði og e. t. v. víðar, en algengt er það ekki. Klóþang b mynd. Bóluþang (til vinstri) og grein (Ascophyllum nodosum) er af klóþangi (úl hægri). aftur á móti algengt í þang- beltinu, einkum innan um skúfþangið. Það er auðþekkt frá hinum þangtegundunum á því, að engin miðtaug er í þalgreinunum, en stórar, aflangar blöðrur eru í þeim miðjum, ein og ein, breiðari en

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.