Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 7
NÁTT Ú RU F RÆÐINGURINN 165 2. mynd. Maríusvunta. stórvaxnir, brúnir þörungar, þönglaþararnir, nerna yzt, þar er rauðþörungagróður á botninum. Hinn rauði litur rauðþörunganna gerir þeim fært að hagnýta litla birtu í djúpunum. Þönglaþararnir mynda þaraskógabeltið. Þeir vaxa í þétturn skógum, 4—6 m háum, eða á við sæmilegan birkiskóg á landi. Þaraskógabeltið er mjög breitt, þar sem lialli botnsins er lítill, en mjótt við sæbrattar strendur. Milli hinna stórvöxnu þönglaþara og á sjálfum þönglun- um vaxa ýmsir smærri þörungar, einkum rauðþörungar. Dýralíf er mikið í þanginu og þaraskógunum. Algengar þaraskógartegundir eru: Hrossajrari, kerlingareyra, beltisþari og maríukjarni. Lítum fyrst á hrossaþarann (Laminaria digitata). Hann skiptist eins og aðrir þönglaþarar í þöngul, þöngulhaus og blöðku. Út úr þöngul- hausnum vaxa greinóttir þræðir, sem festa þarann við botninn. Ýmsar skeljar og kuðungar setjast oft á þöngulhausinn og sitja þar síðan fastar, t. d. bláskel, aða, rataskel o. £1. o. fl. Stöngull þarans, þöngullinn, vex upp af þöngulhausnum og ber stóra, breiða, marg- klofna blöðku í toppinn. Blaðkan hefur blaðgrænu og vinnur kol- efni úr loftinu í sjónurn til næringar. Seinni hluta vetrar og undir

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.