Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 1965, Page 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 191 þróaðist hann frekar hratt stig af stigi í sambandi við einangrun ætta eða ættbálka í litlum hópum, sem stundum blönduðu blóði við einstaka framandi menn, er valdir voru vegna styrkleika eða annarra eiginleika, sem taldir voru góðir; öðru hverju blönduðu þeir líka burt einkennum sínum með því að rugla reitum sínum við aðra svipaða hópa og þá oft eftir að einhvers konar stríð hafði annaðhvort tapazt eða unnizt. En náttúran sjálf sá fyrir því, að flestar neikvæðar brigðir og eins blöndur, sem ekki voru til góðs fyrir þjóðfélagið, annaðhvort dæju ungar eða yrðu undir í lífsbar- áttunni á annan hátt. Maðurinn hefur nú þegar haft töluverð áhrif á þróun sína, en þessi áhrif virðast aðallega vera neikvæð sem stendur, af því að þau stafa mest af því, að læknavísindin og mannúðarhugsjón þeirra liafa komið í veg fyrir, að hið grimma úrval eyði hinum veikbyggðu, sem oft geta um leið verið hinir gáfuðustu, þótt sú regla sé fjarri því að vera algild. Siðferðishugsjón mannkynsins hefur líka þróazt svo, að valdboð og ofbeldi hafa veikzt til muna, urn leið og menn liafa farið að liugsa um möguleika á að bæta kyn sitt með aðstoð lögmála þróunarinnar. Maðurinn veit sem stendur svo mikið um þessi lögmál, að sýnilegt er, að hann getur innan tíðar tekið þau í þjónustu sína til að bæta sjálfan sig og þjóðfélag sitt og allar þær jurtir og dýr, sem við lifum á. Samt skortir enn töluvert á, að við vitum nóg til að geta hafið skipulegar mannakynbætur, og eins er- um við enn of vankunnandi um lögmál þjóðfélagsþróunarinnar til að geta náð fullu valdi á gangi hennar, en það er þjóðfélagið, sem skapar lífsskilyrði okkar og menningu. Öllum er ljóst, að þjóð- félag hins siðaða manns er enn langt frá því að vera svo fullkomið, að ekki sé hægt að bæta það til muna, þótt okkur komi kannski ekki saman um, á hvaða hátt okkur ber að losa okkur við galla þess og hafa áhrif á framtíð þess. Líffræðilega séð er varla hægt að halda því fram, að mannslíkam- inn sé svo fullkominn, að ekki megi gera hann betri, og jafnvel þeir, sem hraustastir eru og líkamlega fegurstir, geta ekki komizt hjá því að hugsa til þess, hve illa ellin getur jafnvel leikið þá. Eng- inn veit, hve margir ættgengir gallar og sjúkdómar eru til, en þeir bæði stytta ævina og gera þeim, sem þjást af þeim, lífið leitt. Það gefur að skilja, að við mannakynbætur hljóta menn fyrst og fremst að gera tilraunir til að losa mannkynið við gallana og sjúkdómana

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.