Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 8
54 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Þessi heimild er Bók undranna, Liber Miraculorum, eftir Her bert nokkurn, sem var kapellán í Cisterciensaklaustrinu í Clairvaux á Frakklandi og ritaði þessa bók á árunum 1178—80, en hún er varð- veitt í pergamentshandriti í ríkisbókhlöðunni í Múnchen (cod. lat. Monach. 2607 4to). Þessi bók hefur að innihalda íslandslýsingu og benda sterkar líkur til þess, að heimildarmaður Herberts um ís- land hafi verið norrænn merkismaður, Eskell erkibiskup í Lundi, sem flutti til klaustursins í Clairvaux þegar hann lét af erkibiskups- embætti 1171 og dvaldi þar til dauðadags, 25. ágúst 1181. Var vin- fengi með honum og Herbert kapelláni. En Eskell erkibiskup hafði góð sambönd við íslenzka kennimenn. M. a. vígði hann Klæng Þor- steinsson til biskups í Skálholti árið 1152. Hér á árunum útvegaði ég frá Múnchen ljósmyndir af íslandslýsingu Herberts og er hún prentuð í heild í Náttúrufræðingnum 1952, í þýðingu Jakobs Bene- diktssonar. Þar er m. a. að finna elztu lýsingu á Heklu og Heklu- gosi, sem varðveitzt hefur, og svo virðist einnig, sem Herbert hafi haft spurnir af Kötluhlaupi. En í þessari fslandslýsingu stendur einnig eftirfarandi, sem ekki getur átt við annað en neðansjávargos og þá hlýtur það að vera gos, sem orðið hefur fyrir 1178; ,,Það ber og að muna, að vitað er, að þessi eilífi eldur er ekki aðeins undir rótum fjallsins, eins og áður er að vikið, heldur einnig undir mararbotni, því að oft sést eldur gjósa ákaflega upp úr hafsdjúpi hátt yfir sjávarbylgjur, og brenna fiska og allt kvikt í sjónum, svo og kveikir hann í og tortímir skip- um og skipstjórum, nema þeir forði sér hið bráðasta á flótta.“ í Noregskróníku á latínu, Breve chronicon Norvegiæ (Munch 1850), skrifaðri um 1230, getur höfundur þess, að á vorunr dögum hafi það gerzt, að hafið hafi á þriggja mílna svæði ólgað og soðið eins og í potti, en jörðin hafi opnazt og kastað upp úr djúpunum eldleg- um gufum (ignivomes vapores) og myndað stórt fjall upp úr sjón- um. Má vera, að hér sé átt við gos það, sem íslenzkir annálar telja að orðið hafi 1211 undan Reykjanesi, en það er elzta neðansjávar gos, sem íslenzkar heimildir geta um. Um þetta gos hafa fornu ann álarnir eftirfarandi að segja: Konungsannáll: Landskjálfti fyrir sunnan land. XIII menn létust. Eldur kom upp úr sjó. Sörli Kols- son fann Eldeyar (Isl. Ann. bls. 123). Skálholtsannáll er ítarlegri „Vætu sumar. Landskjálfti fyrir sunnan land. 1 þeim landskjálfta lét ust XIIII menn. Eldur kom upp úr sjó fyrir Reykjanesi. Sörli Kols-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.