Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURI NN 07 En svo sleppt sé gamni Fjallkonunnar. Hvað skal segja um þessa eyju. 1879 sjá menn gos en enga ey; fimm árum síðar sjá menn nýja ey en ekkert er vitað með vissu um gos. Raunar segir í Fjall- konugreininni: „Víst hafa nú í sumar verið eldsumbrot þar“ (Fjall- konan 13. blað 1884. 20. árg., bls. 52), og setur greinarhöfundur jarðskjálfta sem vart hafi orðið snemma i ágúst, í samband við upp- komu eyjarinnar. Fn ummæli hans um eldsumbrot geta verið byggð eingöngu á ofangreiudu bréfi vitavarðarins. Dönsk lierskip, sem fóru á vettvang um sumarið, urðu hvorki vör við eyju né eldgos. Þrátt fyrir frásögn vitavarðarins verður vart talið sannað, að eldgos hafi orðið undan Reykjanesi 1884 og að jtar hafi myndast eyja stærri en Eldey virðist með ólíkindum. Rétt í jn'í að ég var að ganga frá þessari grein til prentunar fræddi Gestur Guðfinnsson, góðkunnur Ferðafélagsfrömuður og ljóðskáld, mig á því, að hann hefði eigi alls fyrir löngu talað við sjómann, sem hefði fyrir mörgum árum orðið var við neðansjávargos undan Reykjanesi. Fyrir milligöngu Gests hafði ég uppá þessum manni, Jafet Sigurðssyni, sjómanni, sem búsettur er í Hafnarfirði en dvelst sem stendur á Vífilsstaðahæli. jafet tjáði mér, að fyrri hluta júnf- mánaðar 1926 hefði hann, þá unglingur, verið í róðri ásamt þrem- ur öðrum, á mótorbátnum Braga lrá Njarðvík. Voru þeir með línu skammt norðaustur al’ Eldey. Veður var stillt, svo að sjór var nær spegilsléttur. Þá sáu þeir koma eins og stórar bólur á sjóiun nærri bátnum. Þessi ólga í sjónum ágerðist mjög og sjórinn „fór að toppa allmikið", svo fóru að fljóta þarna upp allmargir dauðir fiskar, !>æði þorskur og þyrsklingur, og töldu þeir því að lieitt ntyndi undir. Þeir horfðu á þetta nokkrar klukkustundir og var þetta farið að minnka er þeir héldu frá staðnunt, en þeim þótti þó ekki ráð- legt að halda sér lengur þarna nærri. Þeir höfðu verið á þessum slóðum nokkra undangengna daga en ekki orðið varir við neitt óvenjulegt, en næstu daga fóru þeir til róðra á aðrar slóðir. Þeir sögðu frá þessu fyrirbæri, er þeir komu í land, en flestir voru van- trúaðir á frásögn þeirra. Ekki vissi Jafet til þess að aðrir bátar hefðu þá verið á þessu svæði. Ekki virðist mér vali leika á að þarna hafi verið um að ræða ein- hver smávegis eldsumbrot á sjávarbotni. Slík eldsumbrot hafa vafa- lítið iðulega getað átt sér stað á umliðnum öldum án þess að nokk- ur yrði við þau var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.