Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 23

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 23
NÁTTÚRUFRÆÐIN GU RI N N 69 Nóttina milli 11. og 12. júní 1838 urðu miklir landskjálftar á Norðurlandi, seni einkum gengu yfir nyrztu hluta skaganna milli Skjálfanda og Húnaflóa, svo að nokkrir bæir hrundti og Hólakirkja skaðaðist nokkuð. Augljóst er, að upptök skjálftanna voru norður í hafi. Töldu margir jarðskjálfta þessa hafa orsakast af gosi í sjón- um. í fréttadálkinum í 5. árgangi Fjölnis, 1839 (II, bls. 9) segir hér um: „í júnt mánuði gjörði svo mikla hræring nyrðra, nóttina milli II. og 12. júnímánaðar nokkru fyrir fótaferð, að bæir högguðust, og einstöku hrundu að mestu; varð mest af því í Fljótum í Skaga- firði, og á þeim kjálkum landsins þar í nánd, sem skaga lengst norð- ur. Þóttust menn verða þess varir að hræringin kæmi að' norðan og þcir ,sem úti voru staddir, létust séð hafa líkt bylgju nokkurri, þá aðalhræringin gekk að, úr norðurátt — er þess og getið, að vikurkol hali fundizt þar við sjó, og hafa það sumir menn fyrir satt, að elds- unrbrot nokkur hafi verið undir sjónum einhvers staðar gegnt norðri þaðan. Um sama leiti þóttust menn verða varir við ösku- íall á nokkrum bæjum á Rangárvöllum, og að vísu var á hvíta- sunnukvöld og stöku sinum þar eftir loftið líkt því þá vikur og vik- urmistur hefur lyllt það og eldur er uppi.“ Ótrúlegt virðist mér, að þetta ryk í lofti sunnanlands hafi staf- að af neðansjávargosi fyrir Norðurlandi, þar eð öskuryks í lofti norðanlands er alls ekki getið í ítarlegri lýsingu þessa jarðskjálfta eltir K. E. Möller, sem jrá var ver/lunarstj()ri á Siglufirði (Þ. Thor- oddseu. Landskjálltar á íslandi, II, bls. 217—220). Virðast mér eng- ar sannanir vera til fyrir neðansjávargosi þetta ár. Um 10 km undan Tjörnesi rísa tvær túffeyjar, sem nelnast Mán- áreyjar. Sú syðri, Háey, 50 m há, sú nyrðri, Lágey, 23 m. Háey er hlaðin upp úr túlfi, en Lágey úr túlfi og grágrýti. Norður af Mán- áreyjum eru blindsker, Kyjabrekar. 31. des. 1867 varð mjög snarpur jarðskjálftakippur á Húsavík við' Skjállanda og fannst hann allt austur í Vopnafjörð, en síðan voru smákippir dag og nótt fram í miðjan janúar. Um þau áramót hafði, svo vitnað sé í Norðanlara frá 15. leb. 1868 „nokkrum sinn- um sést úr Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu logi upp úr hafi, í norður af svonefndum Mánáreyjabrekum, sem liggja út af Tjörnesi, og aft- ur úr Köldukinn nú fyrir skömmu sama sjón og á sömu stöðum. Af þessu ráða menn, að eldur hafi um þær mundir verið uppi hér norður lyrir landi og jarðskjálftinn, sem hér er að framan getið, ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.