Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 48
92
NÁTTÚRUFRÆÐINGURI NN
sveeðinu. Undantekningar eru þó lil (sbr. neðan). Ennfrenmr virðist
Ijóst að grunnvatnsstraumarnir í grágrýtinu stjórnast fyrst og fremst
af „pre-doleritiska“ landslaginu og af sprungunum. Við Kaldárbotna
hafa verið boraðar tvær holur. hær sýna að vestan við misgengið, sem
vatnið kemur úr er grunnvatnsborð nær 20 m lægra en í Kaldárbotn-
um. Þetta er eitt hið Ijósasta dæmi um áhrif misgengis á legu grunn-
vatnsborðs.
Borholan við Rauðhóla er 221,3 m djúp og holan við Skyggni
332,7 m. Botnhiti í Rauðhólaholunni reyndist 1()°C og holunni
við Skyggni 7,4°C. Á vegum Jarðhitadeildar Raforkumálaskrifstof-
unnar var borað við Kaldársel 986 m djúp lrola og hitastig þar reynd-
ist 2—5°C allt niður í 740 m dýpi.
Þetta lága hitastig verður naumast skýrt á annan hátt en að það
stafi af því, að mjög mikið af köldu vatni streymi gegnum berg-
lögin. í 272 m djúpri borholu við Árbæjarstíflu er botnhitinn hins
vegar um 60°C. Meginhluti þeirrar holu er í tertieru basalti og hol-
an er utan við sprungusvæðið.
Aðgengilegasta skýringin á þessn virðist sú að mjög mikið kalt
vatn streymi einmitt. eftir sprungunum suðvestur eftir skaganum og
um liiti ungu berglög á pessu svœði.
Það er og alkunna að á öllu svæðinu Irá Þingvallavatni, I lengli og
Hellisheiði að austan og Esju að norðan út allan skagann rennur
sáralítið vatn til sævar ofanjarðar.
Eins og áður er vikið að er sprungukerfi það, sem hér er
aðallega rætt um aðeins hluti af öðru stærra. Áberandi sprungur og
misgengi eru um Sandfell austan við Lækjabotna, lítill sigdalur og
gapandi sprungur eru í heiðinni vestur af Lyklafelli. Norðaustur af
Vífilsfelli um Vatnaöldur og að endilöngum Bláfjöllum ganga
sprungur og misgengi, og eins er misgengi í Húsnrúla og um Litla
Reykjafell. Þar fyrir austan taka svo við hin miklu misgengi og
sprungukerfi um Hellisheiði, og I jöllin Jrar suðvestur al’ um Hengil
og Grafningsfjöll og norður ylir Þingvelli. Stórfel11 misgengi liggur
um austanverðar Botnssúlur og annað nokkru austar um Gagnheiði.
Þar myndast því sigdalur. Misgengið um Botnssúlur má rekja norð-
ur eftir um Kvígyndisfell, Egilsáfanga norður Kaldadal, en norður
eftir honum má rekja sigdali og vafalítið er hann að nokkru leyti
myndaður við sig. Þessi sömu misgengi ná norður yfir Hafursfell
og sennilega norður undir Eiríksjökul. Áframhald Almannagjár