Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 46
90
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
um þær, þ. e. að þær séu tengdar sprungum í grágrýtinu. Svæðið þar
í kring er luilið ungum hraunum og þar af leiðandi verða ekki færðar
sönnur á að um sprungur sé að ræða. Við Lækjabotna er ein lítil lind
uppi í gljúfri skammt frá skátaskálanum. Hún kemur út úr bólstra-
bergi og móbergsþursa. Hún þrýtur ]dó alveg í langvarandi þurrk-
um, svo sem sumarið 1962. í hvammi rétt sunnan við Suðurlands-
veg við Lækjabotna er og lítil lind, sem ekki er vitað að þornað hafi.
Hún virðist koma undan grágrýti. Við Nátthagamýri eru margar
lindir og siunar stórar. K(jma þær sumar upp niðri á sléttu meðfram
hlíðinni, en aðrar og þar á meðal sú vatnsmesta koma út úr hlíðinni
og að því er virðist milli grágrýtislaga. Smálind er við austurbakka
Rauðavatns, en þar er líka misgengi. Bullaugu eru stórar lindir,
tengdar misgengi, sem liggur um Grafarholt þvert, og sunnan í því
og sunnan við það myndar lítinn sigdal (Graben). Meðfram Ulfarsá
að sunnan eru allmargar lindir og sumar stórar (sbr. kortið). Ein
lítil lind er rétt við bæinn Engi, og er sú tengd áður nefndu mis-
gengi um Grafarholt. Nokkru austar og skammt frá ánni er Tví-
bytna, mjög falleg lind og með verulegu vatnsmagni. Nokkrar stór-
ar lindir eru svo meðfram ánni, eins og áður er sagt. Flestar eru þær
í landi Reynisvatns. Á suðurströnd Hafravatns austan til er ein lítil
lind við vatnið. Hún er að því er virðist tengd áður nefndri sprungu,
sem liggur um þvert Langavatn (sjá kortið).
í dal sunnan við Grímarsfell koma nokkrar smálindir út undan
grágrýtinu, en suðurhlið dalsins er úr því bergi, norðurhlið hans
er aftur á móti úr eldra bergi.
Lítið er ylirleitt um lindir utan grágrýtissvæðisins, þó er ein uppi
á fjallinu norðaustur af Borgarvatni og án efa tengd misgenginu, senr
myndar vesturbrún Bæjarfells. Sunnan megin í Skammadal austan-
verðum koma nokkrar lindir út úr fjallshlíðinni allofarlega. Líklega
koma þær allar úr sprungum, sem þarna eru þó lítið beri á þeim
i landslaginu og ljóst er að ein þeirra kemur bcint út úr berginu.
Nánari athuganir á þessu svæði standa yfir.
Að' pví sern hér uð framan hefur verið sagt virðist mega rdða, að
sprungur og misgengi hafi afgerandi pýðingu fyrir lindir d pessu
svœði pannig að langflestar lindanna horna úr sprungum eða standa
i meira eða rninna beinu sambandi við pœr.
Vatnið í Gvendarbrunnum kemur því ekki, eins og álitið hefur
verið, undan hrauninu í eiginlegum skilningi heldur miklu dýpra