Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 32
78
NÁTTIJ RU F R/F.ÐI N G U RI N N
grágrýtinu. (Jónsson, 1960). Svo virðist sem Fossvogslögin alkunnu
séu inni í grágrýtinu, en vel geta þau fyrir það verið frá sarna tíma
•og lögin við Klifberg, enda eins að útliti. Víða hafa íundi/.t setlög
undir grágrýtinu við boranir, en ekki verður það rakið hér. IJykkt
grágrýtisins er að sjálfsögðu mjög mismunandi, en lítið er um
hana vitað nema út við sjó á nokkrum stöðum og svo þar sem ltorað
hefur verið, en einnig þar er nokkur vafi á, því flestar boranirnar
eru gerðar með höggbor eða gufubornum og kjarnar eru ekki til. I
Reykjavík sjálfri er oft bólstrabergslag, stundum alþykkt, undir
hinu venjulega grágrýti. Líklegt virðist að bólstrabergið sé mynd-
að af grágrýtishraunum, sem runnið hafi í sjó út en venjuleg grá-
grýtishraun myndast fyrst þegar hraunin hafa fyllt svo hátt að þau
renna á þurru.
I.ítið er enn þá vitað um millilög í grágrýtinu sjálfu, enda er ekki
talið líklegt að mikið sé um þau. Hraunin eru dyngjuhraun, og
líklegt virðist að gosin hafi verið svo Jrétt á meðan eldstiiðvarnar
voru virkar að lítil von sé um að gegnumgangandi setlög hafi haft
tíma til að myndast. Þó hal’a rnörg hraunin án efa ekki náð að
Jtekja nema nokkurn hluta svæðisins, oggeta þá millilög hafa mynd-
ast á ýmsum stöðum. Þau geta svo hafa orðið undir síðari hraun-
flóðum. Við Rauðhóla var t. d. borað í gegnum sandleg frá 12—22
m dýpi. Ekkert náðist í kjarna af þessum sandi og vitum við því
ekki hvernig hann var. Millilag í grágrýtinu kemur fram skammt
vestan við Árbæjarstíflu.
Á nokkrum stöðum á ])ví svæði, sem hér er um að ræða, kemur
fyrir hólstraberg á yfirborði. Sums staðar tilheyrir það án efa grá-
grýtinu, en á öðrum stöðum er vafasamt hvort svo er. Á Brimnesi
er bergið elst venjulegt grágrýti en neðri hluti bergsins allur er
myndaður sem bólstraberg. Athuganir á staðnum og smásjárrann-
sóknir á berginu sýna að um einn og sama hraunstraum er að ræða.
Bólstrar í grágrýtinu korna einnig fyrir í Engey austanverðri, sunn-
an megin við Kópavog, við austanverðan Arnarnesvog og við sjó-
inn l'yrir neðan Garða á Álltanesi. (Sbr. Jarðfræðikort af nágrenni
Reykjavíkur eftir Tómas Tryggvason og Jón Jónsson). Syðst á Sel-
ási kemur bólstraberg líka fram, en það virðist vafasamt hvort það
tilheyrir grágrýtinu. Við borun eftir köldn vatni sem Garðahrepp-
ur lét gera við Vífilsstaðavatn var komið í bólstraberg á um 9 m
dýpi niðri í grágrýtinu og hélst það til botns í holunni á 32 m dýpi.