Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 51
rœtt, geta haft alvarleg áhrif á vatnsból i námunda við gosstaðinn. Að
ógleymdum öðrum heettum beinum og óbeinum.
Lítið er vitað um gostíðni á Reykjanesskaga, og rannsóknir varð-
andi það spursmál eru skammt á veg komnar. IJað er þó ljóst að mik-
ill fjiildi hrauna hefur komið frá eldstöðvum milli Brennisteins-
fjalla og Bláfjalla eftir að ísa leysti af því svæði, en frá þeim tíma má
ætla að liðin séu 10 000—15 000 ár. Leitahraunið (Elliðaárhraunið)
er samkvæmt CM aldursákvörðun 5300 ± 340 ára gamalt.
Nú eru hins vegar Hólmshraunin öll, a. m. k. 5 að tölu, sannan-
lega yngri. hetta þýðir að jafnaði a. m. k. eitt gos á 1000 árum, en
engar sagnir eru til um gos á þessu svæði, svo ég viti.
Lausleg athugun á svæðihu frá Húsafelli að Selfjalli virðist benda
til þess að á þeirri leið séu nokkuð á annan tug hrauna, sem öll hafa
runnið eltir ísöld. Eru þá I lólmshraunin öl 1 og Búrfellshraun (Hafn-
arfjarðarhraun) ekki talin með.
Miklar líkur eru til þess að gos á þessu svæði mundu hafa áhril' á
efnasamsetningu grunnvatnsins. Á það skal bent í þessu sambandi
að í Japan hefur verið hægt að segja fyrir eldgos út frá rannsóknum
í efnasamsetningu grunnvatnsins allt að 9 mánuðum áður en gosið
hófst.
Af þessu leiðir að ærin ástæða er til að fylgjast vel með efnasam-
setningu neyzluvatns á þessu svæði. Þetta gildir fyrst og fremst um
vatnsból á sunnanverðu svæðinu, Kaldárbotna og Gvendarbrunna.
Bullaugu eru livað þetta snertir bezt sett þessara staða.
E. T. Nielsen: INSEKTER l'Á REJSE. S. 1.. Tuxen: INSEKT-STEMMER.
DYRENES LIV I.—II. Köbenhavn. Rhodos Forlag 1964.
Skömmu fyrir áramótin síðustu, hóf ofangreint ritverk göngu sína í Dan-
mörku. Að útgáfu þessa ritverks standa eftirtalin fimm, dönsk náttúrufræði-
félög: Dansk Ornithologisk Forening, Biologisk Selskab, Dansk Naturhistorisk
Forening, Entomologisk Forening og Foreningen af Gymnasie- og Seminarie-
lærere i Biologi og Geografi. Ritnefnd Dyrenes liv skipa: dr. phil. Torben
Wolff, dr. phil. S. L. Tuxen, dr. phil. Finn Salomonsen, professor, dr. med.
Mogens Faber og lektor, cand. mag. K. Asker Larsen.