Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 42

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 42
88 NÁTT Ú RUFRÆÐINGURINN brún Bæjarfellsins og Þverfells er mynduð af þessu misgengi, sem vel gæti numið nokkrum tugum rnetra, en ekki hefur liingað til ver- ið hægt að mæla. Orstutt austan við aðalmisgengið er annað minna en alveg samhliða því. Stendur hærinn í Þormóðsdal í tungunni milli þeirra. Þau koma saman rétt fyrir neðan hæinn, og liggur kvartsnáma sú, sem þar var einu sinni, í þessu misgengi. Kvartsið og aðrir „míneralar“, sem þarna var og er enn að finna, eru myndaðir sem sprungufyllingar í misgenginu. Vestast í Reykjafelli er misgengi, sem eftir stefnunni að dæma mun vera skammt vestan við hæinn að Suður-Reykjum. Vestast í Skamma- dal koma fram jökulbergslög, (i—8 m jiykk. l.íklega eru það sömu lög og nefnd eru T2 í grein minni jökulherg í nágrenni Reykjavíkur (Náttúrufræðingurinn árg. 30, 1 !)(>() hls. 55—67). Þau eru brotin af misgengissprungunni. Misgengið reyndist vera þarna um 59 m og er vesturhliðin sigin. Haldi þessi sprunga áfram, eins og gera má ráð fyrir, er hún á svæðinu milli Úlfarslells og Hafrahlíðar að aust- anverðu. í gljúfri Reykjaár, skammt austan við Suður-Reyki er misgengi, er nemur um 21 m, og má sjá það í árgljúfrinu. Það gæti verið sama misgengi og áður er getið vestast í Hafrahlíð og einnig kemur fram norðan í Reykjalelli. Rétt austan við hæinn að Suður-Reykjum er líklega enn eitt misgengið, en ekki verða færðar á Jiað óyggjandi sannanir. A. m. k. 6 misgengi eru í Æsustaðafjalli (shr. kortið), en ekki hefur reynst mögulegt að inæla nema eitt þeirra. Það er 4. misgengið vest- an frá talið, og nemur jiað 17 metrum. Misgengi er og um Skamma- dal austanverðan (sjá síðar). í Helgafelli eru a. m. k. 2 misgengi. Það eystra virðist vera um 50 m, en þó er sú mæling nokkuð óviss. Vestra misgengið hefur ekki tekizt að mæla. Við Helgadal er misgengi Iremst (vestast) í Katlagili og liggur það um Grímarsfell jivert. Brot og óverulegt misgengi virð- ist vera í gilinu næst vestan við Helgadal og eins í gili Norður Reykjaár. Nemur það misgengi 6—8 metrunr. Brot og misgengi má ogrekja um Grímarsfell jivert, shr. kortið. Bergsprungur, lindir og uppsprettur. í Lækjarbotnum norðan við Gráhelluhraun austan við Hafnar- fjörð var áður vatnshól Hafnarfjarðar. Þar koma allstórar lindir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.