Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 11
NÁTTÚ RU F RÆÐIN G U RIN N
57
3. mynd. Eyjar undan Reykjanesi :i korti Guðbrands biskups I'orlákssonar, sem
prentað var í Additamentum IV Theatri orbis terrarum 1590. — Islands off Ihe.
Keykjanes peninsula on bishop G. Thorlakssons tnap printed in A. Ortelitts
Addilamenluni IV Theatri orbis terrarum 1590.
I annálsbroti sínu, Annalium in Islandia Farrago, skrifar Gísli
Oddsson um árið 1340: „Var skaginn Reykjanes meir en hálfur
eyddur eldi og sjást merki hans í opnu hafi, háir drangar þar úti
kallast Eldeyjar (eða eins og hinir gt'jmlu segja Driftarsteinn). Sömu-
leiðis Geirfuglasker, þar sem llestir steinar til þessa sjást vera út-
brunnir."
Ekki geta eldri annálar neins goss á Reykjanesi á þessum ár
um en hins vegar um gos í Trölladyngjum innar á skaganum í
kringum 1360 og vel rná vera, að einnig hafi gosið undan Reykja-
nesi á þessum árum, en allsendis ósannað er það. Næst er eldsum-
brota getið undan Reykjanesi 1422, í Lögmannsannál, sem teljast