Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 19
N A T T Ú RUF R Æ ÐINGURINN
65
næsta vetur. Englendingurinn Wolley, sem ferðaðist um Reykja-
nes 1858 til þess að athuga afdrif geirfuglsins, segir gosið hafa byrj-
að (i. eða 7. marz og varað með nokkrum ldéum í heilt ár. En þetta
gos varð afdrifaríkt fyrir þann hinn vængjavana fugl, geirfuglinn,
því talið er að í gosinu og jarðhræringum, sem því fylgdu, hafi
eina þáverandi varpstöð hans, Geirfuglasker, fordjarfast.
Að tilhlutan Kriegers stiftamtmanns lór Björn Gunnlaugsson
út á Rcykjanes til að staðsetja gosmökkinn og dvaldi þar frá 29.
apríl lil II. maí, en sá mökkinn aldrei vegna dimmviðris. Hann
reyndi þó að staðsetja nu'ikkinn samkvæmt upplýsingum um stefn-
una ;i hann frá ýmsum bæjum, svo sem Útskálum og Stafnesi. En
áður en hann fór lit á nes hafði hann einnig reynt að staðsetja
mökkinn með þríhyrninga mælingum heiman frá sér í Sviðholti,
en hann skrifar í skýrslu sinni, sem varðveitt er í handriti, að hann
hafi notast við alltof stutta grunnlínu, því að hann hal'i ekki mátt
ganga langt burt frá skólanum, Jrar eð kennsla var ekki hætt. Sam-
vizkusamur kennari, Björn Gunnlaugsson. Þeir hafa ekki fengið
samvizkubit af ])ví að skrópa frá kennslu, náttúrufræðikennarar
Menntaskólans síðustu áratugina, Jregar gos hal'a verið annars vegar.
Samkvæmt mælingum Björns Irá Sviðholti var lega eldstöðv-
anna 63° 29' 54" n. br. og 25° 57' l(i" v 1. (miðað við París). Virðist
gosið því hafa verið nærri Eldeyjarhoða, þó líklega nokkru austar,
um 55 knr undan landi.
Aftur verða eldsumbrot út af Reykjanesi 1879. í Heilbrigðistíð-
inunr Jóns Hjaltalíns (Nr. (i, 1879, bls. -18) birtist eftirlarandi bréf
ritað 12. júlí það ár. Hölundur þess er B. Guðmundsson. „Eldsupp-
koma fyrir Reykjanesi, þann 30. maí, nálægt Geirfuglaskerjum,
sáu menn vel l’rá Höfnum, og eins daginn eftir, þann 31., á að
gizka þaðan 12 vikur sjáí’ar, en skemmstu leið frá yzta tanga á
Reykjanesi 8 vikur. Með júnímánuði konru vestan-útnyrðings-
bræluvindar með svarta þoku, samfleytt i 13—14 daga, svo að ekki
var ratfært á sjó né landi nenra á vissum vegum, en þokulaust al-
staðar fyrir innan, í Keflavík, Njarðvíkum og Garði, og eins í
Grindavík, sem nrenn héldu að stæði af eldinum. Rétt áður en upp
birti, kom öskufall, sem vel sá á grasi; gjörði þá Jréttar skúrir og
birti upp með sífelldum Jrurrki síðan. Sást þá verða vart við eld-
inn aðeins og svo ekki oftar mánuðinn út.
í Grindavík og einkanlega í Höfnunum hefur verið einstakt