Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 33
NÁTTÚRU F R.T. DI N GURI N N
79
í húsgrunnum á Flötunum í Garðahreppi kemur bólstraberg og
móbergsbreksia sums staðar í'ram. í Hvaleyrarhöfða við Hafnar-
fjörð er einnig bólstraberg undir venjulegu grágrýti, en hvorugt
hefur enn ]);í verið bergfræðilega rannsakað.
Mikill hluti grágrýtisins er nú hulinn jökulruðningi frá síðustu
ísöld og jarðvegi. Jökulruðningurinn er víðast fivar þunnur, en
getur þó orðið nokkrir metrar. Undantekning er að sjálfsögðu jök-
ulalda sú, sem liggur um þvert Álftanes (sbr. áður nefnt jarðfræði-
kort).
Ekki er vitað hvenær Borgarhóladyngjan hætti gosum, en hætt
hefur hún sennilega verið áður en síðasta ísöld gekk yfir. Ekki er
heldur vitað, livenær gos hófust á þessum stað, en ekki virðist ólík-
legt, að þau hafi verið á fleiri en einu hlýviðrisskeiði milli ísalda.
Grágrýtið, sem komið hefur frá Borgarhólum er gráleitt, dólerit-
iskt ólivinbasalt eins og áður segir. Það er fremur lítið um holur í
því nema örsmáar, en séð gegnum stækkunargler eða í smásjá er það
fullt af smáblöðrum. Þætti mér líklegast að þær væru til orðnar á
eftirfarandi hátt:
Þegar hraunið kólnar og kristallast losnar gasið úr því, vegna
þess að gasið getur ekki gengið inn í kristallana. Þetta heldur áfram
þar til hraunið er storknað. Það gas sem síðast losnar úr hrauninu
myndar þessar smá blöðrur.
Svo að segja engir dílar (fenokrist) eru í grágrýtinu og það er yfir-
leitt merkilega litlar breytingar á samansetningu þess, hvort held-
ur um er að ræða hraun frá Borgarhólum eða, sem ætla má, að sé
annars staðar að komið. Sama máli virðist gegna um það sé snið
tekið í gegnum það, eða a. m. k. bendir snið það, sem tekið var í
Rauðhólum til þess, að svo sé.
Taldir voru mineralar í 5 þnnnsneiðum og útkoman varð sem
sjá má af töflu L
TAFLA 1.
I 11 III IV V
Plakioklas 46,6 49,5 46,0 46,1 47,4
Pyroxen 33,5 27,9 27,4 30,9 39,4
Olivin 11,6 18,2 18,0 12,0 8,7
Ógagnsætt (opaque) . . . . 8,3 4,4 8,6 11,0 4,2
Taldir punktar ... 1274 1406 1406 1256 1236