Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 20
66
NÁTT Ú RUFRÆÐIN G U R I N N
fiskileysi frá lokum og til lesta, að menn muna ekki slíkt, eins á
Miðnesi, en góður afli strax fyrir innan Skaga og einkanlega inn á
Sviði allt árið; svo það lítur út fyrir að fiskurinn liafi flúið nndan
eldinum. Ekki helur verið getið um, að menn hafi orðið varir við
vikur, og ekki lieldur jarðskjálfta, við þessa eldsuppkomu, og held-
ur engin vissa fyrir, hve nærri Geirfuglaskerjum eldurinn var að
brenna."
Þannig hljóða þau orð og annað vitum við eiginlega ekki um
þessi eldsumbrot. Sé það rétt, að fiskurinn hafi fælzt þau, hvað hann
ekki hefur gert við Surtsey, er ástæðan líklegast sú, að þarna reis
ekki eyja úr sjó og megnið af hitaútstreymi og útstreymi loftteg-
unda í sambandi við gosið hefur farið í sjóinn, en ekki upp í loft-
ið. Þess má geta, að um sama leyti og þessi eldsumbrot voru undan
Reykjanesi urðu snarpir jarðskjálftar í Krýsuvík og baðstofa léll á
Vigdísarvöllum.
Fimm árum síðar, hinn ]. ágúst 1884, skrilar vitavörðurinn á
Reykjanesi, Jón Gunnlögsson, skipstjóri, ísafold eftirfarandi;
„Hinn 26. f. m. (júlí) gekk jeg hjer upp á svo kallað Bæjarfell
með kíkir og var að skoða sjóinn mjer til skemmtunar, og sýndist
mjer jeg sjá skij) norðvestur af F.ldey (Melsækken), en sýndist það
furðu stórt, dró jeg sundur kíkir minn, og sá fljótt, að þetta er eyja,
stærri en Eldey, á að gi/.ka hjerumbil 3 mílur norðvestur af F.ldey.
Hefi jeg skoðað hana ;í hverjum degi og er hún alltaf með sömu
ummerkjum og þegar jeg sá hana fyrst. Þetta hafa einnig séð kunn-
ugir menn í Höfnum hjá mér í kíkir“ (ísafold XX. 33, 13. ágúst
1884, bls. 129).
í 13. blaði Fjallkonunnar 1884, dags. 20. ágúst (20. árg., bls. 52) er
þessarar fregnar getið í léttum tón. Stingur greinarhöfundur, lík-
lega ritstjórinn, Valdimar Ásmundsson, upp á því, að Irægustn vís-
indamenn höfuðborgaririnar verði sendir til eyjarinnar og „Til
þess að vera foringi fararinnar ætlum vjer hinn sprenglærða landa-
fræðing herra Halldór K. Friðriksson sjálfkjiirinn, og geti hann
jafnframt og hann rannsakaði allt eðli eyjarinnar athugað, hvort
ekki myndi tiltækilegt að rækta eyjuna með góðum áburði, að
minnsta kosti svo, að nægileg beit yrði fyrir nokkrar rollnr . . .
. . . Til fararinna viljum vjer því næst kjósa herra Gest Pálsson
til þess að kynna sjer skriðkvikindi þau, er vera kynnu í eyjunni,
og vonum vér, að honum verði sýnt um þann starfa.“