Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 36
82 NÁTTÚRUF R Æ ÐINGllRINN Búrfellshrauns, þá er fallið hefur niður með Vífilsstaðahlíð, hverfur misgengið, en sér þó votta lyrir áframhaldi sprungunnar, og liggur hún austan við Vífilsstaðavatn. Svo er ekki hægt að rekja hana með vissu, en líklegt er, að hún liggi um mýrasundið vestan við Rjúpna- hæð og Vatnsendahæð. Mundi hún þá liggja um austanvert Breið- holtshvarf. Þó skal Jrað tekið fram að óvísst er með öllu, að sprungan haldi þannig áfram. Það má vel vera að hún haldi ekki áfram austar í beinu framhaldi af jiví sem nú hefur verið lýst, Það er ekki óvenju- legt að sprungur hverfi og taki sig svo upp aftur nokkuð á hlið við fyrri stefnu. Þessi brotlína verður framvegis nefnd Bláberjahryggs- misgengið. Vestan við Jietta misgengi, Jrar sem Jrað liggur um Set- bergshlíð, er annað misgengi. Þess verður lyrst vart austan við vestur- álmu Búrfellshrauns. Svo má rekja það um norðurhornið á Nónhæð ogaustan við mýrina austur af Urriðavatni. Svo sér fyrir Jrví austan í Urriðavatnsholti, en frá því er Jrað horfið. Um austanvert Urriða- vatnsholt er enn eitt misgengi og liggur vegurinn yfir það á tveim stöðum. Einnig sér fyrir því sem sprungu í Vífilsstaðahlíð og stefnir hún á Vífilsstaðavatn austanvert. Þetta eru vestustu brotlínurnar, sem sannanlega eru á þessu svæði. Næsta misgengi fyrir austan Bláberjahrygg liggur um vestanverð- an Stórhöfða, Hvaleyrarvatn, hæðina norðaustur af J>\ í og um Setbergshlíð, en verður svo ógreinilegt er austar dregur að ekki er hægt að rekja J>að. Misgengi liggur og um hátind Stórhöfða, en ekki verður það rakið alla leið austur að Gráhelluhrauni. Skammt austur af Stórhöfða eru enn tvi) misgengi. Það eystra liggur um Fremsta- höfða, á takmörkum grágrýtis og Búrfellshrauns. Þessi misgengi sjást ógreinilega í Sléttuhlíð, en koma betur fram í Setbergshlíð austanverðri. Misgengi þau, er hér hafa verið talin, sjást ekki í Búrfellshrauni að því austasta einu undanskildu. Eftir að hingað kemur taka misgengin að verða svo greinilega að enginn getur verið í efa um tilveru þeirra. Um Hjalla er aðal mis- gengið sem er mest áberandi milli Búrfellshrauns og Elliðavatns. Mesta sýnilega misgengi á þessum slóðum er við Vatnsendaborg og Arnarbæli og J>ar er það samtals urn 65 m. Það er athyglisvert að einn- ig Búrfellshraun er brotiðog misgengið um J>essa línu ograunar líka um sprungu, sem er nokkru vestar en aðalmisgengið. Við ]>á sprungu er misgengið í hrauninu sjálfu 2,73 m en í grágrýtinu ]>ar austur af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.