Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 31
NÁTTÚRU FRÆÐIN GU RI N N
77
vínbasalt, sem myndar þann grunn sem höfuðborgin nær eingöngu
stendur á og sem teygir sig út um nes og eyjar í nágrenni hennar.
Grágrýti þetta erti hraun, sem að minnsta kosti að mestu leyti eru •
komin frá Borgarhólum á Mosfellsheiði, en þeir eru gígur hinnar
fornu dyngju. Þó er líklegt að grágrýtið á suðurhluta svæðisins, sé
komið frá öðrum eldstöðvum, en ekki verða færðar á það sannanir
að svo komnu máli, og takmörk þessara bergmyndana eru algerlega
óþekkt.
Eins og kunnugt cr, eru grágrýtishraunin urin af jöklum síðustu
ísaldar og eru því eldri en liún. Af legu grágrýtishraunanna er ljóst,
að þau hafa runnið í landslagi, sem í stórum dráttum hefur verið
orðið mótað eins og jrað er nú. Þannig hafa hraunstraumar miklir
lallið norður að Esju og vestur dalinn sunnan við hana. Þetta sést
m. a. af J)ví að ofurlítið grágrýtissvæði er vestast í dalnum milli
Múla og Skálafells vestan við Stardalsá, og hefur grágrýtishraunið
])á flætt upp í dalsmynnið áður en Jrað hélt áfram vestur. Það hefur
svo runnið út dalinn norðan við Mosfell og út fyrir það sem nú er
sjávarströnd, en fellin og minni hæðir hafa staðið upp úr og gera
svo enn. Að sjálfsögðu hafa jöklar og önnur eyðandi öfl unnið
sleitulaust á grágrýtishraununum um langan tíma og mikið af þeim
er því án efa farið veg allrar veraldar fyrir löngu. EJpprunaleg Jrykkt
grágrýtishraunanna hefur því hvergi varðveitzt fram á þennan dag.
Á nokkrum stöðum sér í þær myndanir, sem grágrýtið hvílir á. Með-
al þeirra má nefna sandsteinslögin vestan við Elliðavog, en ])ar hef-
ur grágrýtishraun runnið yfir mýrajarðveg, og má finna Jrunnt mó-
lag hið næsta undir grágrýtinu, en undir J)ví eru sandlög og líklega
jökulurð. Þau lög virðast þar ná niður á hið forna berg, tertiera
bergið, sem kemur fram við Gelgjutanga. Sandsteinslög Jtessi eru
fremur laus í sér, en þó eru í þeim allhörð lög innan um. Sandlög
koma fram undir grágrýtinu sunnan Viðeyjarsunds og í Viðey
sjálfri og einnig sér þar í jiikulberg. Norðan við Brimnes á Kjalar-
nesi kemur jökulberg fram undir grágrýtinu í fjörunni vestan við
Klifberg. I ])ví eru skeljar og grágrýtið er þarna að mestu sem
bólstraberg. Hvort tveggja bendir til að hraunið liafi hér runnið
út í sjó, en líklega hefur Jrar ])ó verið mjög grunnt. Greinilegar leyf-
ar gervigíga má sjá þarna f berginu. I gljúfri Leirvogsár norðan við
Mosfell sér í undirlag grágrýtishraunsins. Það hefur þar runnið yfir
grjóteyrar og má þar sjá vatnsnúna smásteina hanga fasta neðan í