Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 12
58
NÁTT Ú RU FRÆÐIN G U RIN N
má samtímaheimild um atburðinn. Þar segir: „kom upp eldur í
hafi í útsuður undan Reykjanesi. Skaut þar landi upp, sem sjá má
síðan þeir, er þar fara um síðan“ (Isl. Ann., bls. 293). Ekki er ástæða
til að efa þessa frásögn.
Árið 1597 hefur C.ísli biskup Oddsson það eftir séra Gísla Guð-
hrandssyni (presti að Hvammi f Hvammssveit 1584—1620), að
Brimarkaupmenn hali lyrir 15 árum séð eld brenna f hafsdjúpi við
Reykjanesskaga, eigi langt frá eyjum þeim, sem af eldi hafa hlotið
nafnið Eldeyjar eða Gígeyjar (Ann. Earrago, Islandica X, bls. C).
Samkvæmt þessu ætti að hafa orðið neðansjávargos þarna 1583.
Nafnið Gígeyjar kemur ekki iyrir í neinu öðru riti, svo mér sé
kunnugt, en það er að finna dálítið afbakað (Geie eiar, Cfeye eyar)
á hinu merkilega íslandskorti Guðbrands hiskups Þorlákssonar,
sem kom út í fyrsta sinn í viðbót við kortabók Abrahams Orkelius-
ar í Additamentum IV Theatri Orbis Terrarum 1590 og í Atlas
Mercators 1595 (Nörlund, Isl. Kortlægning, Pl. 23, 24). Á þessum
kortum er Eldey sýnd og Geirfuglasker suðvestur af henni, en Gíg-
eyjar sunnan suðaustan Eldeyjar. Hvort sem Gígeyjar hafa raun-
verulega verið samheiti (sýnóným) Eldeyja eða nalii á sérstökum
eyjum, er nafnið sjálft sönnun fyrir því, að í eina tíð hafi verið
undan Reykjanesi eyjar með gíglögun, sem nú eru horfnar.
Nú líða 200 ár, þar til næst verður elds vart undan Reykja-
nesi, svo að í frásögur sé fært.
Eftirfarandi er promemoria Jörgens Mindelbergs, skipstjóra á
húkkertunni Boesand, dagsett 8. júlí 1783.
„Viðvíkjandi þeirri brennandi eyju, sem liggur 8i/> mílu rétt-
vísandi suðvestur frá syðsta Geirfuglaskerinu við ísland, höfunr
vér skráð eftirfarandi frá og með kl. 3 að morgni 1. maí:
Kl. 3 um morguninn sáum vér reyk stíga upp úr hafinu og hugð-
um vera land en ígrunduðum þetta og niðurstaðan varð sú að þetta
væri sérstakt Guðs undur og að náttúrlegur sjór gat brunnið.
Við hrepptum síðan þoku og andbyr til 3 maí og slöguðum á
þessum slóðum. Stundum sáum vér reykinn og stundum ekki. Kl.
5 að morgni 3. maí fengum vér hyr og tókum stefnu á jökulinn.
Kl. 7 birti í lofti og sást þá eyland sem þennan hræðilega reykjai-
mökk lagði upp af. Sigldum upp að því til jress að sjá lögun jress
og þegar vér vorum í hálfrar mílu fjarlægð urðum vér frá að hverfa
vegna ótta um að skipverjar myndu falla í ómegin sakir hins hræði-