Náttúrufræðingurinn - 1965, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURI NN
83
a. m. k. 6,88 m. Hefur misgengið pví verið iil áður en hraunið rann
og verið virkt eftir að það rann.
Aðalmisgengið mældist vera 7,24 m og er það meðaltal af nokkr-
nm (8) mælingum. (1. mynd). Hér sést líka að misgengið hefur verið
til áður en hraunið rann, því hraunið hefur runnið austur með því
áður en það næði framrás vestur með Vífilsstaðahlíð. Urn 250 m
austan við aðalmisgengið er enn misgengi, sem í hrauninu nemur
1,80 m. Samanlagt misgengi í hrauninu er því um 12 m. Við öll þau
misgengi sem þegar eru talin er austurbarmur sprungunnar lægri,
sbr. kortið. Um 150—200 m austan við Gjárétt er misgengi sem nem-
ur 1,72 m og snýr öfugt við hin, þannig að austurbarmur sprungunn-
ar er hærri. Um 400 m austar er misgengi, sem snýr eins og hið síð-
ast nefnda og nemur 1,60 m. Rétt vestan við Búrfellsgíginn, í hraun-
tröðunum, sem frá honum liggja, er misgengi er nemur um 2 m og
snýr eins og hin tvö þ. e. að vesturbarmur sprungunnar er lægri.
Búrfell sjálft er brotið um þvert af misgengissprungu, sem liggur um
Helgadal, Kaldárbotna, Gvendarselshæð og Undirhlíðar. (2. mynd).