Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 37

Náttúrufræðingurinn - 1965, Side 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURI NN 83 a. m. k. 6,88 m. Hefur misgengið pví verið iil áður en hraunið rann og verið virkt eftir að það rann. Aðalmisgengið mældist vera 7,24 m og er það meðaltal af nokkr- nm (8) mælingum. (1. mynd). Hér sést líka að misgengið hefur verið til áður en hraunið rann, því hraunið hefur runnið austur með því áður en það næði framrás vestur með Vífilsstaðahlíð. Urn 250 m austan við aðalmisgengið er enn misgengi, sem í hrauninu nemur 1,80 m. Samanlagt misgengi í hrauninu er því um 12 m. Við öll þau misgengi sem þegar eru talin er austurbarmur sprungunnar lægri, sbr. kortið. Um 150—200 m austan við Gjárétt er misgengi sem nem- ur 1,72 m og snýr öfugt við hin, þannig að austurbarmur sprungunn- ar er hærri. Um 400 m austar er misgengi, sem snýr eins og hið síð- ast nefnda og nemur 1,60 m. Rétt vestan við Búrfellsgíginn, í hraun- tröðunum, sem frá honum liggja, er misgengi er nemur um 2 m og snýr eins og hin tvö þ. e. að vesturbarmur sprungunnar er lægri. Búrfell sjálft er brotið um þvert af misgengissprungu, sem liggur um Helgadal, Kaldárbotna, Gvendarselshæð og Undirhlíðar. (2. mynd).

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.