Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 36

Náttúrufræðingurinn - 1965, Síða 36
82 NÁTTÚRUF R Æ ÐINGllRINN Búrfellshrauns, þá er fallið hefur niður með Vífilsstaðahlíð, hverfur misgengið, en sér þó votta lyrir áframhaldi sprungunnar, og liggur hún austan við Vífilsstaðavatn. Svo er ekki hægt að rekja hana með vissu, en líklegt er, að hún liggi um mýrasundið vestan við Rjúpna- hæð og Vatnsendahæð. Mundi hún þá liggja um austanvert Breið- holtshvarf. Þó skal Jrað tekið fram að óvísst er með öllu, að sprungan haldi þannig áfram. Það má vel vera að hún haldi ekki áfram austar í beinu framhaldi af jiví sem nú hefur verið lýst, Það er ekki óvenju- legt að sprungur hverfi og taki sig svo upp aftur nokkuð á hlið við fyrri stefnu. Þessi brotlína verður framvegis nefnd Bláberjahryggs- misgengið. Vestan við Jietta misgengi, Jrar sem Jrað liggur um Set- bergshlíð, er annað misgengi. Þess verður lyrst vart austan við vestur- álmu Búrfellshrauns. Svo má rekja það um norðurhornið á Nónhæð ogaustan við mýrina austur af Urriðavatni. Svo sér fyrir Jrví austan í Urriðavatnsholti, en frá því er Jrað horfið. Um austanvert Urriða- vatnsholt er enn eitt misgengi og liggur vegurinn yfir það á tveim stöðum. Einnig sér fyrir því sem sprungu í Vífilsstaðahlíð og stefnir hún á Vífilsstaðavatn austanvert. Þetta eru vestustu brotlínurnar, sem sannanlega eru á þessu svæði. Næsta misgengi fyrir austan Bláberjahrygg liggur um vestanverð- an Stórhöfða, Hvaleyrarvatn, hæðina norðaustur af J>\ í og um Setbergshlíð, en verður svo ógreinilegt er austar dregur að ekki er hægt að rekja J>að. Misgengi liggur og um hátind Stórhöfða, en ekki verður það rakið alla leið austur að Gráhelluhrauni. Skammt austur af Stórhöfða eru enn tvi) misgengi. Það eystra liggur um Fremsta- höfða, á takmörkum grágrýtis og Búrfellshrauns. Þessi misgengi sjást ógreinilega í Sléttuhlíð, en koma betur fram í Setbergshlíð austanverðri. Misgengi þau, er hér hafa verið talin, sjást ekki í Búrfellshrauni að því austasta einu undanskildu. Eftir að hingað kemur taka misgengin að verða svo greinilega að enginn getur verið í efa um tilveru þeirra. Um Hjalla er aðal mis- gengið sem er mest áberandi milli Búrfellshrauns og Elliðavatns. Mesta sýnilega misgengi á þessum slóðum er við Vatnsendaborg og Arnarbæli og J>ar er það samtals urn 65 m. Það er athyglisvert að einn- ig Búrfellshraun er brotiðog misgengið um J>essa línu ograunar líka um sprungu, sem er nokkru vestar en aðalmisgengið. Við ]>á sprungu er misgengið í hrauninu sjálfu 2,73 m en í grágrýtinu ]>ar austur af

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.