Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 42

Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 42
88 NÁTT Ú RUFRÆÐINGURINN brún Bæjarfellsins og Þverfells er mynduð af þessu misgengi, sem vel gæti numið nokkrum tugum rnetra, en ekki hefur liingað til ver- ið hægt að mæla. Orstutt austan við aðalmisgengið er annað minna en alveg samhliða því. Stendur hærinn í Þormóðsdal í tungunni milli þeirra. Þau koma saman rétt fyrir neðan hæinn, og liggur kvartsnáma sú, sem þar var einu sinni, í þessu misgengi. Kvartsið og aðrir „míneralar“, sem þarna var og er enn að finna, eru myndaðir sem sprungufyllingar í misgenginu. Vestast í Reykjafelli er misgengi, sem eftir stefnunni að dæma mun vera skammt vestan við hæinn að Suður-Reykjum. Vestast í Skamma- dal koma fram jökulbergslög, (i—8 m jiykk. l.íklega eru það sömu lög og nefnd eru T2 í grein minni jökulherg í nágrenni Reykjavíkur (Náttúrufræðingurinn árg. 30, 1 !)(>() hls. 55—67). Þau eru brotin af misgengissprungunni. Misgengið reyndist vera þarna um 59 m og er vesturhliðin sigin. Haldi þessi sprunga áfram, eins og gera má ráð fyrir, er hún á svæðinu milli Úlfarslells og Hafrahlíðar að aust- anverðu. í gljúfri Reykjaár, skammt austan við Suður-Reyki er misgengi, er nemur um 21 m, og má sjá það í árgljúfrinu. Það gæti verið sama misgengi og áður er getið vestast í Hafrahlíð og einnig kemur fram norðan í Reykjalelli. Rétt austan við hæinn að Suður-Reykjum er líklega enn eitt misgengið, en ekki verða færðar á Jiað óyggjandi sannanir. A. m. k. 6 misgengi eru í Æsustaðafjalli (shr. kortið), en ekki hefur reynst mögulegt að inæla nema eitt þeirra. Það er 4. misgengið vest- an frá talið, og nemur jiað 17 metrum. Misgengi er og um Skamma- dal austanverðan (sjá síðar). í Helgafelli eru a. m. k. 2 misgengi. Það eystra virðist vera um 50 m, en þó er sú mæling nokkuð óviss. Vestra misgengið hefur ekki tekizt að mæla. Við Helgadal er misgengi Iremst (vestast) í Katlagili og liggur það um Grímarsfell jivert. Brot og óverulegt misgengi virð- ist vera í gilinu næst vestan við Helgadal og eins í gili Norður Reykjaár. Nemur það misgengi 6—8 metrunr. Brot og misgengi má ogrekja um Grímarsfell jivert, shr. kortið. Bergsprungur, lindir og uppsprettur. í Lækjarbotnum norðan við Gráhelluhraun austan við Hafnar- fjörð var áður vatnshól Hafnarfjarðar. Þar koma allstórar lindir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.