Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 23

Náttúrufræðingurinn - 1965, Qupperneq 23
NÁTTÚRUFRÆÐIN GU RI N N 69 Nóttina milli 11. og 12. júní 1838 urðu miklir landskjálftar á Norðurlandi, seni einkum gengu yfir nyrztu hluta skaganna milli Skjálfanda og Húnaflóa, svo að nokkrir bæir hrundti og Hólakirkja skaðaðist nokkuð. Augljóst er, að upptök skjálftanna voru norður í hafi. Töldu margir jarðskjálfta þessa hafa orsakast af gosi í sjón- um. í fréttadálkinum í 5. árgangi Fjölnis, 1839 (II, bls. 9) segir hér um: „í júnt mánuði gjörði svo mikla hræring nyrðra, nóttina milli II. og 12. júnímánaðar nokkru fyrir fótaferð, að bæir högguðust, og einstöku hrundu að mestu; varð mest af því í Fljótum í Skaga- firði, og á þeim kjálkum landsins þar í nánd, sem skaga lengst norð- ur. Þóttust menn verða þess varir að hræringin kæmi að' norðan og þcir ,sem úti voru staddir, létust séð hafa líkt bylgju nokkurri, þá aðalhræringin gekk að, úr norðurátt — er þess og getið, að vikurkol hali fundizt þar við sjó, og hafa það sumir menn fyrir satt, að elds- unrbrot nokkur hafi verið undir sjónum einhvers staðar gegnt norðri þaðan. Um sama leiti þóttust menn verða varir við ösku- íall á nokkrum bæjum á Rangárvöllum, og að vísu var á hvíta- sunnukvöld og stöku sinum þar eftir loftið líkt því þá vikur og vik- urmistur hefur lyllt það og eldur er uppi.“ Ótrúlegt virðist mér, að þetta ryk í lofti sunnanlands hafi staf- að af neðansjávargosi fyrir Norðurlandi, þar eð öskuryks í lofti norðanlands er alls ekki getið í ítarlegri lýsingu þessa jarðskjálfta eltir K. E. Möller, sem jrá var ver/lunarstj()ri á Siglufirði (Þ. Thor- oddseu. Landskjálltar á íslandi, II, bls. 217—220). Virðast mér eng- ar sannanir vera til fyrir neðansjávargosi þetta ár. Um 10 km undan Tjörnesi rísa tvær túffeyjar, sem nelnast Mán- áreyjar. Sú syðri, Háey, 50 m há, sú nyrðri, Lágey, 23 m. Háey er hlaðin upp úr túlfi, en Lágey úr túlfi og grágrýti. Norður af Mán- áreyjum eru blindsker, Kyjabrekar. 31. des. 1867 varð mjög snarpur jarðskjálftakippur á Húsavík við' Skjállanda og fannst hann allt austur í Vopnafjörð, en síðan voru smákippir dag og nótt fram í miðjan janúar. Um þau áramót hafði, svo vitnað sé í Norðanlara frá 15. leb. 1868 „nokkrum sinn- um sést úr Kelduhverfi í Þingeyjarsýslu logi upp úr hafi, í norður af svonefndum Mánáreyjabrekum, sem liggja út af Tjörnesi, og aft- ur úr Köldukinn nú fyrir skömmu sama sjón og á sömu stöðum. Af þessu ráða menn, að eldur hafi um þær mundir verið uppi hér norður lyrir landi og jarðskjálftinn, sem hér er að framan getið, ;

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.