Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 4

Náttúrufræðingurinn - 1933, Side 4
98 nAttúrufr. því að hæðin fer ekki fram úr 10 metrum, og álengdar er líkast því að sjá, sem tröllaukinn hvalur mókti þarna, með bakið upp úr og kemur sú samlíking glöggt fram í nafninu. Hér er í raun og veru um sker eitt allmikið að ræða, sem er 18 sjóm. undan næsta landi, Kambanesi, milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarð- ar og sést þaðan glöggt í góðu skyggni við hafsbrún í SA., en ekki r.f vanalegri siglingaleið með Austfjörðum. Það er ílangt frá V. til A., nær 200 m. á lengd, úr basalti, allt slétt, (fágað af ís á jök- ultíma), og brimsorfið. Uppi á því kvað vera djúp lægð, sem er fulí af sjó, því að yfir það fara sjóimir, þegar nokkur veruleg hréyfing er í sjó, eða hann rýkur yfir það í stormum. Getur sker- ið því ekki verið fastur bústaður fugla1), en selir munu vera þar nokkuð að staðaldri. í frosthríðum fer það allt í snjó og klaka. Það ræður að líkindum, að útsker, sem ekki ber meira á en Hvalsbak, muni geta orðið hættulegt sjófarendum, ekki síst þar sem það er mjög nálægt auðugum fiskimiðum (Hvalsbaksbanka) og hyldýpi (ca. 100 m) alveg upp að því á flesta vegu og ill- greinanlegt í slæmu skyggni og að nóttu til. Verður því að gæta allrar varúðar, þegar menn eru ekki fullvissir um afstöðu þess til skipsins. Er næsta sennilegt, að ýmis skip, bæði útlend fiski- skip og kaupskip, sem aldrei hefir spurst til og siglt hafa á þess- um slóðum, hafi orðið þar til. Og víst er það, að Austfirðingum, sem sækja þangað til veiða, standi stuggur af skerinu, og vildu mjög gjarnan fá þar vita og önnur aðvörunartæki, en slíkt mundi svo miklum erfiðleikum bundið, að lítil von er til að það geti orðið í náinni framtíð. 4. Geirfuglasker. Þegar farið er fram hjá Þrídröngum á vanalegri siglinga- leið milli Reykjaness og Vestmannaeyja, má sjá alla eyjaröð- ina frá NA til SV: Elliðaey, Bjarnarey, (að mestu í hvarfi við Yztaklett), Heimaey framundan og til hægri handar (á stjórn- borða) og hinar smáu syðri eyjar lengra til sömu handar, Suð- urey, Álsey, Brandinn, Hellisey, Súlnasker og lengst úti, nærri í hásuðri, útvörð suðurstrandarinnar, Geirfuglasker (í Vest- mannaeyjum). Geirfuglasker er yzt af skerja- og eyjaklasa þeim, sem einu 1) SkeriS hefir einnig veriS nefnt Geirfuglasker, án þess að menn viti íil aS þar hafi nokkurn tíma „búiS“ geirfugl, en vera má, að hann hafi sést þar fvrrum.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.